Erlent

Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá myndina sem um ræðir.
Hér má sjá myndina sem um ræðir. Vísir/Getty
Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London.

Málverkið sem ber nafnið „Stúlka með blöðru“ var málað árið 2006 og er eitt þekktasta verk Banksy. Myndin sýnir litla stelpu sem teygir sig eftir rauðri, hjartalaga blöðru.

„Það lítur út fyrir að við höfum fengið Banksy-meðferðina,“ sagði Alex Branczik, forstjóri Sotheby‘s listsölusamsteypunnar eftir að málverkið hafði tætt sjálft sig stuttu eftir söluna.

Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns.

 

 
 
 
View this post on Instagram
Going, going, gone...

A post shared by Banksy (@banksy) on Oct 5, 2018 at 6:45pm PDT




Tengdar fréttir

Ósáttur Banksy - „Af hverju?“

Götulistamaðurinn Banksy lét til skara skríða í Haringey-hverfinu í Lundúnum í vikunni. Listamaðurinn dularfulli mótmælti því að óprúttnir aðilar hefðu skorið gamalt verk hans út úr vegg og komið á uppboð í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×