Umfjölun og viðtöl: Valur - Haukar 27-20 | Öruggur sigur Vals Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Origo höllinni skrifar 7. október 2018 19:45 Anna Úrsúla í baráttunni í kvöld. vísir/bára Valur vann öruggan sjö marka sigur á liði Hauka í síðasta leik þriðju umferðar Olísdeildar kvenna í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik. Heimakonur í Val byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu þó að jafna og hleyptu Valskonum ekki of langt fram úr sér. Haukar náðu nokkrum sinnum að jafna leikinn í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Undir lok hálfleiksins tók Valur 3-1 kafla og komst þremur mörkum yfir, staðan var 12-9 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Rauðklæddar heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og náðu að koma sér upp sex marka forskoti þegar hann var hálfnaður. Íris Björk Símonardóttir lokaði markinu og Valskonur héldu áfram að keyra á Haukana. Þegar upp var staðið var munurinn sjö mörk og sigur Vals öruggur.Morgan Marie Þorkelsdóttirvísir/báraAf hverju vann Valur? Heimakonur voru bara sterkara liðið. Þær spiluðu virkilega flottan varnarleik og fínan sóknarleik og eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu þær yfir gestina í þeim síðari. Hverjar stóðu upp úr? Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar áttu miðsvæðið í vörninni og Haukakonur komust hvorki lönd né strönd gegn þeim. Þá stoppuðu þær fjöldann allan af skotum, vörnin tók örugglega í það minnsta tíu skot. Þá var Íris Björk frábær í markinu í seinni hálfleik. Hjá Haukum var Karen Helga Díönudóttir atkvæðamest og var með þeim duglegri í sóknarleiknum.Hvað gekk illa? Skotnýting Hauka var ekki til framdráttar. Ramune Pekarskyte, Maria Ines Pereira og Karen Helga Díönudóttir áttu samtals 34 skot sem skiluðu 11 mörkum.Hvað gerist næst? Haukar sækja Íslandsmeistara Fram heim á miðvikudaginn og Valskonur fara til Vestmannaeyja á fimmtudag. Hekla Rún Ámundadóttirvísir/báraÁgúst: Aldrei spurning þegar forskotið var orðið fimm, sex mörk „Varnarleikurinn var mjög góður allan leikinn og svo vorum við að skora fín mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn, sama þar, við vorum að spila mjög agað og fengum framlag frá mörgum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, spurður hvað hafi skilað Val sigurinn í dag. „Heilt yfir er ég mjög ánægður með leik liðsins í dag.“ Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfeik en Valskonur keyrðu yfir Hauka í þeim seinni. „Við vorum með yfirhöndina allan leikinn. Við töluðum um það í hálfleik að byrja af fullum krafti og við gerðum það. Náðum einhverju fimm, sex marka forskoti og þá var þetta aldrei spurning.“ „En við slökum aldrei á, enda vissum við að Haukarnir voru ekki það langt frá og það er erfitt að vinna þær.“ Hvað fannst Ágústi hafa staðið upp úr í leik Vals í kvöld? „Liðsheildarsigur. Framlag frá mörgum leikmönnum, karakter og sterk liðsheild sem skilaði þessu. Ég er gríðarlega ánægður með það.“Lovísa Thompsonvísir/báraElías: Þarf að skoða hvort við höfum æft vitlaust „Ég veit það eiginlega ekki. Sóknarleikurinn hjá okkur var mjög slakur í eiginlega öllum leiknum. Kraftlaust og lélegt, árásirnar hægar og margir lykilmenn sem voru ekki að finna sig. Þá náum við ekki að sigra eins sterkt lið og þær,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, spurður hvað hafi farið úrskeiðis hjá sínum konum. Sóknarleikurinn var ekki eins og best verður kosið og var mikið af skotum að fara framhjá og í vörnina. Þeir boltar sem rötuðu á markið enduðu svo margir hverjir í höndum Írisar Bjarkar í markinu. „Hún var góð en við klikkum á einhverjum þremur, fjórum dauðafærum síðasta korterið.“ „Lykilmenn hjá okkur sem eru kraftlausar og drífa varla á markið, ég þarf eitthvað að skoða það, hvort við höfum æft vitlaust í vikunni eða eitthvað. Því miður þá þarf ég að fá framlag frá 10 leikmönnum plús og ég fékk það ekki í dag. Þess vegna töpum við.“ Hvað er það besta sem Elías tekur úr leik Hauka? „Mér fannst vörnin á köflum mjög góð. Selma er að spila sinn fyrsta leik eftir ár í meiðslum, ungu leikmennirnir fannst mér margir hverjir stíga ágætlega upp og það er svona það sem ég tek út úr þessu. Þetta var ekkert alslæmt en sóknarleikurinn var þungur og erfiður,“ sagði Elías Már Halldórsson. Olís-deild kvenna
Valur vann öruggan sjö marka sigur á liði Hauka í síðasta leik þriðju umferðar Olísdeildar kvenna í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik. Heimakonur í Val byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Gestirnir úr Hafnarfirði náðu þó að jafna og hleyptu Valskonum ekki of langt fram úr sér. Haukar náðu nokkrum sinnum að jafna leikinn í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Undir lok hálfleiksins tók Valur 3-1 kafla og komst þremur mörkum yfir, staðan var 12-9 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Rauðklæddar heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og náðu að koma sér upp sex marka forskoti þegar hann var hálfnaður. Íris Björk Símonardóttir lokaði markinu og Valskonur héldu áfram að keyra á Haukana. Þegar upp var staðið var munurinn sjö mörk og sigur Vals öruggur.Morgan Marie Þorkelsdóttirvísir/báraAf hverju vann Valur? Heimakonur voru bara sterkara liðið. Þær spiluðu virkilega flottan varnarleik og fínan sóknarleik og eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu þær yfir gestina í þeim síðari. Hverjar stóðu upp úr? Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar áttu miðsvæðið í vörninni og Haukakonur komust hvorki lönd né strönd gegn þeim. Þá stoppuðu þær fjöldann allan af skotum, vörnin tók örugglega í það minnsta tíu skot. Þá var Íris Björk frábær í markinu í seinni hálfleik. Hjá Haukum var Karen Helga Díönudóttir atkvæðamest og var með þeim duglegri í sóknarleiknum.Hvað gekk illa? Skotnýting Hauka var ekki til framdráttar. Ramune Pekarskyte, Maria Ines Pereira og Karen Helga Díönudóttir áttu samtals 34 skot sem skiluðu 11 mörkum.Hvað gerist næst? Haukar sækja Íslandsmeistara Fram heim á miðvikudaginn og Valskonur fara til Vestmannaeyja á fimmtudag. Hekla Rún Ámundadóttirvísir/báraÁgúst: Aldrei spurning þegar forskotið var orðið fimm, sex mörk „Varnarleikurinn var mjög góður allan leikinn og svo vorum við að skora fín mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn, sama þar, við vorum að spila mjög agað og fengum framlag frá mörgum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, spurður hvað hafi skilað Val sigurinn í dag. „Heilt yfir er ég mjög ánægður með leik liðsins í dag.“ Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfeik en Valskonur keyrðu yfir Hauka í þeim seinni. „Við vorum með yfirhöndina allan leikinn. Við töluðum um það í hálfleik að byrja af fullum krafti og við gerðum það. Náðum einhverju fimm, sex marka forskoti og þá var þetta aldrei spurning.“ „En við slökum aldrei á, enda vissum við að Haukarnir voru ekki það langt frá og það er erfitt að vinna þær.“ Hvað fannst Ágústi hafa staðið upp úr í leik Vals í kvöld? „Liðsheildarsigur. Framlag frá mörgum leikmönnum, karakter og sterk liðsheild sem skilaði þessu. Ég er gríðarlega ánægður með það.“Lovísa Thompsonvísir/báraElías: Þarf að skoða hvort við höfum æft vitlaust „Ég veit það eiginlega ekki. Sóknarleikurinn hjá okkur var mjög slakur í eiginlega öllum leiknum. Kraftlaust og lélegt, árásirnar hægar og margir lykilmenn sem voru ekki að finna sig. Þá náum við ekki að sigra eins sterkt lið og þær,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, spurður hvað hafi farið úrskeiðis hjá sínum konum. Sóknarleikurinn var ekki eins og best verður kosið og var mikið af skotum að fara framhjá og í vörnina. Þeir boltar sem rötuðu á markið enduðu svo margir hverjir í höndum Írisar Bjarkar í markinu. „Hún var góð en við klikkum á einhverjum þremur, fjórum dauðafærum síðasta korterið.“ „Lykilmenn hjá okkur sem eru kraftlausar og drífa varla á markið, ég þarf eitthvað að skoða það, hvort við höfum æft vitlaust í vikunni eða eitthvað. Því miður þá þarf ég að fá framlag frá 10 leikmönnum plús og ég fékk það ekki í dag. Þess vegna töpum við.“ Hvað er það besta sem Elías tekur úr leik Hauka? „Mér fannst vörnin á köflum mjög góð. Selma er að spila sinn fyrsta leik eftir ár í meiðslum, ungu leikmennirnir fannst mér margir hverjir stíga ágætlega upp og það er svona það sem ég tek út úr þessu. Þetta var ekkert alslæmt en sóknarleikurinn var þungur og erfiður,“ sagði Elías Már Halldórsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti