Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2018 19:30 Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar. Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar.
Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58