Innlent

Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum, Ólafi Björnssyni.
Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum, Ólafi Björnssyni. Vísir/Vilhelm
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali en Héraðsdómur Suðurlands dæmdi hann í sjö ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars.

RÚV greinir frá því að áfrýjunarstefna hafi verið birt Vali Lýðssyni í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan kvöldið örlagaríka að bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum þann 31. mars.

Fastlega má búast við því að Valur sitji áfram inni þar til málið verður tekið til meðferðar í Landsrétti.


Tengdar fréttir

Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan

Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða




Fleiri fréttir

Sjá meira


×