Fóru leynt með gríðarmikinn gagnaleka og reka nú síðasta naglann í kistu Google+ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 23:15 Google+ var hleypt af stokkunum árið 2011 en náði aldrei fótfestu meðal netverja. Vísir/Getty Tæknirisinn Google hyggst leggja niður samfélagsmiðil sinn Google+ eftir að kerfisgalli veitti utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum allt að 500 þúsund notenda og vina þeirra, sem aldrei höfðu samþykkt skilmála þess efnis. Wall Street Journal greindi fyrst frá gagnalekanum á vef sínum í kvöld.Í minnisblaði, sem yfirmenn hjá Google sendu starfsfólki sínu og Wall Street Journal hefur undir höndum, segir að fyrirtækið hafi fyrst frétt af gagnalekanum í mars síðastliðnum en ákveðið að greina ekki frá honum.Sjá einnig: Google viðurkennir að utanaðkomandi geti lesið Gmail-pósta Um svipað leyti var Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, yfirheyrður frammi fyrir orku- og viðskiptamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna misferlis fyrirtækisins Cambridge Analytica með persónuupplýsingar milljóna Bandaríkjamanna. Í minnisblaði Google segir að fyrirtækið hafi eindregið viljað komast hjá slíkum málaferlum. Eftir að frétt Wall Street Journal fór í loftið gaf Google út yfirlýsingu um að lokað yrði fyrir aðgang allra notenda Google+ og samfélagsmiðillinn verði þannig tekinn alveg úr notkun næsta árið. Þá var tekið fram að samkvæmt lögum hafi Google ekki borið skylda til að tilkynna notendum sínum um gagnalekann. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að 438 utanaðkomandi aðilar, þ.e. smáforrit sem ekki tengjast Google, kunni að hafa komist yfir persónuupplýsingar allt að 500 þúsund notenda Google+. Engin leið sé þó að komast að því hversu viðamikill lekinn var og hvort upplýsingarnar hafi verið notaðar. Þá hyggst fyrirtækið bæta öryggi notenda sinna, til að mynda með því að gera þeim kleift að takmarka enn frekar hvaða upplýsingum þeir deila með forritum ótengdum Google. Google+ var hleypt af stokkunum árið 2011 en náði aldrei fótfestu meðal netverja. Facebook Google Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Google fylgist með notendum í leyfisleysi Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið. 14. ágúst 2018 20:54 Herða árásir á Google Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum. 13. september 2018 11:56 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Google hyggst leggja niður samfélagsmiðil sinn Google+ eftir að kerfisgalli veitti utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum allt að 500 þúsund notenda og vina þeirra, sem aldrei höfðu samþykkt skilmála þess efnis. Wall Street Journal greindi fyrst frá gagnalekanum á vef sínum í kvöld.Í minnisblaði, sem yfirmenn hjá Google sendu starfsfólki sínu og Wall Street Journal hefur undir höndum, segir að fyrirtækið hafi fyrst frétt af gagnalekanum í mars síðastliðnum en ákveðið að greina ekki frá honum.Sjá einnig: Google viðurkennir að utanaðkomandi geti lesið Gmail-pósta Um svipað leyti var Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, yfirheyrður frammi fyrir orku- og viðskiptamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna misferlis fyrirtækisins Cambridge Analytica með persónuupplýsingar milljóna Bandaríkjamanna. Í minnisblaði Google segir að fyrirtækið hafi eindregið viljað komast hjá slíkum málaferlum. Eftir að frétt Wall Street Journal fór í loftið gaf Google út yfirlýsingu um að lokað yrði fyrir aðgang allra notenda Google+ og samfélagsmiðillinn verði þannig tekinn alveg úr notkun næsta árið. Þá var tekið fram að samkvæmt lögum hafi Google ekki borið skylda til að tilkynna notendum sínum um gagnalekann. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að 438 utanaðkomandi aðilar, þ.e. smáforrit sem ekki tengjast Google, kunni að hafa komist yfir persónuupplýsingar allt að 500 þúsund notenda Google+. Engin leið sé þó að komast að því hversu viðamikill lekinn var og hvort upplýsingarnar hafi verið notaðar. Þá hyggst fyrirtækið bæta öryggi notenda sinna, til að mynda með því að gera þeim kleift að takmarka enn frekar hvaða upplýsingum þeir deila með forritum ótengdum Google. Google+ var hleypt af stokkunum árið 2011 en náði aldrei fótfestu meðal netverja.
Facebook Google Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Google fylgist með notendum í leyfisleysi Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið. 14. ágúst 2018 20:54 Herða árásir á Google Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum. 13. september 2018 11:56 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Google fylgist með notendum í leyfisleysi Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið. 14. ágúst 2018 20:54
Herða árásir á Google Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum. 13. september 2018 11:56