Brees komst í sögubækurnar í öruggum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2018 12:00 Drew Brees fagnar eftir að hann bætti metið sitt í nótt. Vísir/Getty Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018 NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018
NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15
Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00