Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 18:53 Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47
Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30
Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04