Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 16:16 Elísabet er ofurhlaupari í orðsins fyllstu merkingu. Fréttablaðið/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan. Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07
Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00
Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00