Henti sér út í djúpu laugina Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 20. september 2018 06:15 Sigrún vill með leikritinu Ég heiti Guðrún fræða fólk og vekja til umhugsunar um Alzheimer. Fréttablaðið/Eyþór Sigrún Waage þekkir vel til Alzheimerssjúkdómsins en hún missti móður sína sem hafði barist við sjúkdóminn í fleiri ár. Sigrún flytur nú til landsins danskt verk sem hefur verið fært í íslenskan búning og fjallar um Alzheimer. Hún vill vekja athygli á sjúkdómnum og erfiðleikunum sem honum fylgja Sigrún setti leiklistarferil sinn á hilluna eftir andlát dóttur sinnar. Hún hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair síðan en tekur sér nú leyfi frá háloftunum til að setja upp danskt leikrit um Alzheimer. Leikritið sem Sigrún flytur heim nefnist Ég heiti Guðrún og verður frumsýnt þann 5. október í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og fer hún með aðalhlutverkið. „Ég ætlaði aldrei að leika aftur. Ég tók þá ákvörðun árið 2002 eftir að Hafdís Hlíf mín dó. Það tók of mikið á,“ segir Sigrún. „Ég ákvað bara að gera eitthvað annað.“ Sigrún var í ballett í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem barn og var í mörgum leikritum frá 10 ára aldri. Hún útskrifaðist úr Listaskóla Þjóðleikhússins 18 ára gömul og lærði síðan í New York University, School of the Arts þar sem hún kláraði BA í leiklist. Þá gekk hún með sitt fyrsta barn. „Stefnan var þá tekin á Flórída þar sem barnsfaðir minn ætlaði í mastersnám. Ég sá fyrir mér að njóta sólarinnar með frumburðinn minn þar á meðan, en ég var svo kölluð heim í söngprufu fyrir Eponine í Vesalingunum árið 1987 og fékk hlutverkið. Ég flutti þá heim með son minn, Sigurð, aðeins átta mánaða og það varð nú lítið úr þessu þægilega lífi sem ég ætlaði að eiga á Flórída,“ segir Sigrún og hlær. Eftir Vesalingana kom Sigrún víða við, ýmist í leikhúsi, sjónvarpi eða kvikmyndum, þangað til fjölskyldan varð fyrir gríðarlegu áfalli. „Hafdís Hlíf mín lést í Húsafelli árið 2001,“ segir Sigrún. Ekkert foreldri verður samt eftir barnsmissi. Slík er sorgin. Fólk lærir hins vegar að lifa með henni. „Ég tók þetta á hörkunni. Ég var að leika í Sungið í rigninunni og við áttum eftir að leika nokkrar sýningar, ég lék síðustu sýninguna og ég man ekkert eftir því. En ég var einstæð móðir og þurfti bara að fara að vinna. Það var ekkert annað í boði. Ég var farin að vinna mánuði eftir að hún lést.“ Sigrún kláraði leikárið á eftir og tók svo þá ákvörðun að hætta að starfa sem leikkona.Gleymdi andlátinu Hún gaf sér þá smá tíma til að vinna úr sorginni en þetta er eilífðarverkefni. Hafdís Hlíf lést í annarri sýslu en Reykjavík sem þýddi að Sigrún fékk ekki þá áfallahjálp sem hún þurfti á að halda. „Ég hitti geðhjúkrunarfræðing sem bjargaði lífi mínu,“ segir Sigrún. Á sama tíma og Sigrún gekk í gegnum þetta mikla sorgarferli fór Alzheimerssjúkdómur móður hennar sífellt versnandi. „Ég var á mjög erfiðum stað í lífinu og þá var svo erfitt að mæta mömmu og sjúkdómnum. Á þessum tíma var hún að detta inn og út og var orðin mjög erfið á þeim tíma sem Hafdís deyr.“ Sigrún rifjar upp dag þegar foreldrar hennar komu til hennar stuttu eftir andlát Hafdísar. „Ég veit að hún mundi eftir að ég hafði misst barnið mitt og bað pabba um að keyra sig til mín því hún vildi standa við hlið dóttur sinnar sem mest. En svo kemur hún inn og sér fullt af blómum úti um allt heima og spyr: „Hva, af hverju eru öll þessi blóm? Dó einhver?“ Þá gleymdi hún þessu um leið og hún kom. Ég svara henni játandi og útskýri aðstæður fyrir henni en þá varð hún alveg öskureið og skildi ekkert í því hvers vegna enginn hafði sagt henni þetta. „Hvar dó hún? Í Húsafelli? Já, en við erum af Húsafellsætt! Það var enginn búinn að segja mér þetta.“ Ég auðvitað sagði henni ekki að hún vissi þetta og ég væri búin að segja henni frá þessu oft og mörgum sinnum. Maður gerir það ekki við fólk með Alzheimer. Svo við fengum okkur bara kaffi og sátum saman. Eftir smástund datt hún aftur út og spurði mig hvaða blóm þetta væru úti um allt og hvort einhver hefði verið að deyja.“ Sigrún segir þetta erfiðasta tímabilið með móður sinni, enda stóð hún varla í fæturna sjálf. „En þetta var náttúrulega ekki mamma, þetta var sjúkdómurinn.“„Ég er rosalega ánægð með þetta frábæra teymi,“ segir Sigrún um sitt fríða föruneyti. Laglegur hópur sem stendur að baki sýningunni stillir sér upp.Sjúkdómurinn blekkti fólk Foreldrar Sigrúnar ráku fyrirtæki saman og voru ákveðnir frumkvöðlar á því sviði. Þau fluttu inn silkiblóm og voru með gjafavöruverslun á Suðurlandsbraut í mörg ár. „Þó að hún hafi verið byrjuð að veikjast var það öryggi að vinna með pabba. Það var ofboðslega erfitt fyrir hann að láta mömmu frá sér, honum fannst hann vera að bregðast henni. Það kemur mikil sektarkennd. En þetta var ekki leggjandi á hann lengur,“ segir Sigrún. Móðir Sigrúnar var fyrst í dagvistun í Hlíðabæ og henni leið mjög vel þar. Hún var síðan á lokaðri deild á Eir í um átta ár. Hún var komin á það stig að ekkert annað var hægt að gera. „En það eru margar sögur af mömmu. Hún strauk og var snjöll í að blekkja fólk í spjalli. Fólk hélt alltaf að mamma þekkti það því hún notaði alltaf sömu frasana. Hún spurði fólk hvað væri að frétta af börnunum og móður þeirra og svona. En svo kom að því í eitt skiptið að einhver svaraði að móðir þeirra hefði fallið frá fyrir mörgum árum. Þá sagði hún bara: „Já, hvernig læt ég!“ Ég hugsa að undirmeðvitundin hafi ekki að ætlað að leyfa sjúkdómnum að sigra.“ Móðir Sigrúnar lést árið 2011.Ákvað að rækta listapúkann Tveimur árum síðar ákvað Sigrún að fara í eins árs söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Námið bauð upp á að vera í vinnu samhliða því og annan hvern mánuð yfir vetrartímann dvaldi Sigrún í Kaupmannahöfn fjóra daga í senn. Síðan ákvað hún að bæta við sig þriggja ára kennaranámi í Complete Vocal tækni. „Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég var búin að svelta í mér listapúkann. Mig var farið að klæja í fingurna,“ segir Sigrún. Á þessum tíma kynntist Sigrún konu sem fór með hlutverk í Jeg hedder Bente sem heitir Ég heiti Guðrún í dag. „Jannie Faurschou er dönsk leikkona og er svona 10 árum eldri en ég. Við fórum að ræða um þetta verk og þá kemur í ljós að verkið fjallar um snemm Alzheimer. Ég sá verkið og varð bara heilluð. Þetta verk sat virkilega í mér og hafði djúpstæð áhrif á mig. Ári síðar læt ég taka verkið frá og keypti svo réttinn á því fyrir tveimur árum.“ Ég heiti Guðrún er samstarfsverkefni Sigrúnar með Þjóðleikhúsinu en Magnea Matthíasdóttir þýddi.Tilgangurinn að fræða fólk Sigrún segir tilganginn með verkinu ekki aðeins að leika í og framleiða leikritið. Hún vilji láta til sín taka og upplýsa þjóðina um Alzheimer. „Ég varð að fylgja innsæinu og gera þetta að veruleika. Ég vil líka fræða fólk og vekja athygli á þessum sjúkdómi því það er lítið búið að tala um hann. Þetta er mjög erfiður ástvinasjúkdómur. Maður getur ekki ímyndað sér að vera á þeim stað að maður er að missa tökin, að missa sjálfið. Það sem ég vil sjá breytast er að fólk með heilabilun fái meiri örvun. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Með Sigrúnu er flott teymi kvenna sem stendur að sýningunni. Pálína Jónsdóttir leikstýrir verkinu, með aðalhlutverk fer Sigrún og aðrar leikkonur eru Vigdís Gunnarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Anna Halldórsdóttir um tónlist en Filippía og Pálína hanna leikmynd. „Ég er rosalega ánægð með þetta frábæra teymi,“ segir hún. Sigrún stefnir á að halda listaverkasýningu í anddyrinu. „Mér finnst svo skemmtilegt að blanda saman listformum,“ segir hún að lokum. Ég heiti Guðrún hefur gengið vel í sölu og upphaflega var lagt upp með 10 sýningar. Nú þegar er búið að bæta við fjórum aukasýningum. Sýningar verða aðeins í október. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Menning Tengdar fréttir Mikil fjölgun yfirvofandi Heilabilun er regnhlífarhugtak sem lýsir einkennum. Heilabilun þýðir að viðkomandi einstaklingur getur ekki bjargað sér sjálfur að einhverju leyti út af vitrænni skerðingu. Í dag er ekki nægjanlega mikið lagt í rannsóknir á orsökum og meðhöndlun heilabilunarsjúkdóma á Íslandi. 20. september 2018 06:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Sigrún Waage þekkir vel til Alzheimerssjúkdómsins en hún missti móður sína sem hafði barist við sjúkdóminn í fleiri ár. Sigrún flytur nú til landsins danskt verk sem hefur verið fært í íslenskan búning og fjallar um Alzheimer. Hún vill vekja athygli á sjúkdómnum og erfiðleikunum sem honum fylgja Sigrún setti leiklistarferil sinn á hilluna eftir andlát dóttur sinnar. Hún hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair síðan en tekur sér nú leyfi frá háloftunum til að setja upp danskt leikrit um Alzheimer. Leikritið sem Sigrún flytur heim nefnist Ég heiti Guðrún og verður frumsýnt þann 5. október í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og fer hún með aðalhlutverkið. „Ég ætlaði aldrei að leika aftur. Ég tók þá ákvörðun árið 2002 eftir að Hafdís Hlíf mín dó. Það tók of mikið á,“ segir Sigrún. „Ég ákvað bara að gera eitthvað annað.“ Sigrún var í ballett í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem barn og var í mörgum leikritum frá 10 ára aldri. Hún útskrifaðist úr Listaskóla Þjóðleikhússins 18 ára gömul og lærði síðan í New York University, School of the Arts þar sem hún kláraði BA í leiklist. Þá gekk hún með sitt fyrsta barn. „Stefnan var þá tekin á Flórída þar sem barnsfaðir minn ætlaði í mastersnám. Ég sá fyrir mér að njóta sólarinnar með frumburðinn minn þar á meðan, en ég var svo kölluð heim í söngprufu fyrir Eponine í Vesalingunum árið 1987 og fékk hlutverkið. Ég flutti þá heim með son minn, Sigurð, aðeins átta mánaða og það varð nú lítið úr þessu þægilega lífi sem ég ætlaði að eiga á Flórída,“ segir Sigrún og hlær. Eftir Vesalingana kom Sigrún víða við, ýmist í leikhúsi, sjónvarpi eða kvikmyndum, þangað til fjölskyldan varð fyrir gríðarlegu áfalli. „Hafdís Hlíf mín lést í Húsafelli árið 2001,“ segir Sigrún. Ekkert foreldri verður samt eftir barnsmissi. Slík er sorgin. Fólk lærir hins vegar að lifa með henni. „Ég tók þetta á hörkunni. Ég var að leika í Sungið í rigninunni og við áttum eftir að leika nokkrar sýningar, ég lék síðustu sýninguna og ég man ekkert eftir því. En ég var einstæð móðir og þurfti bara að fara að vinna. Það var ekkert annað í boði. Ég var farin að vinna mánuði eftir að hún lést.“ Sigrún kláraði leikárið á eftir og tók svo þá ákvörðun að hætta að starfa sem leikkona.Gleymdi andlátinu Hún gaf sér þá smá tíma til að vinna úr sorginni en þetta er eilífðarverkefni. Hafdís Hlíf lést í annarri sýslu en Reykjavík sem þýddi að Sigrún fékk ekki þá áfallahjálp sem hún þurfti á að halda. „Ég hitti geðhjúkrunarfræðing sem bjargaði lífi mínu,“ segir Sigrún. Á sama tíma og Sigrún gekk í gegnum þetta mikla sorgarferli fór Alzheimerssjúkdómur móður hennar sífellt versnandi. „Ég var á mjög erfiðum stað í lífinu og þá var svo erfitt að mæta mömmu og sjúkdómnum. Á þessum tíma var hún að detta inn og út og var orðin mjög erfið á þeim tíma sem Hafdís deyr.“ Sigrún rifjar upp dag þegar foreldrar hennar komu til hennar stuttu eftir andlát Hafdísar. „Ég veit að hún mundi eftir að ég hafði misst barnið mitt og bað pabba um að keyra sig til mín því hún vildi standa við hlið dóttur sinnar sem mest. En svo kemur hún inn og sér fullt af blómum úti um allt heima og spyr: „Hva, af hverju eru öll þessi blóm? Dó einhver?“ Þá gleymdi hún þessu um leið og hún kom. Ég svara henni játandi og útskýri aðstæður fyrir henni en þá varð hún alveg öskureið og skildi ekkert í því hvers vegna enginn hafði sagt henni þetta. „Hvar dó hún? Í Húsafelli? Já, en við erum af Húsafellsætt! Það var enginn búinn að segja mér þetta.“ Ég auðvitað sagði henni ekki að hún vissi þetta og ég væri búin að segja henni frá þessu oft og mörgum sinnum. Maður gerir það ekki við fólk með Alzheimer. Svo við fengum okkur bara kaffi og sátum saman. Eftir smástund datt hún aftur út og spurði mig hvaða blóm þetta væru úti um allt og hvort einhver hefði verið að deyja.“ Sigrún segir þetta erfiðasta tímabilið með móður sinni, enda stóð hún varla í fæturna sjálf. „En þetta var náttúrulega ekki mamma, þetta var sjúkdómurinn.“„Ég er rosalega ánægð með þetta frábæra teymi,“ segir Sigrún um sitt fríða föruneyti. Laglegur hópur sem stendur að baki sýningunni stillir sér upp.Sjúkdómurinn blekkti fólk Foreldrar Sigrúnar ráku fyrirtæki saman og voru ákveðnir frumkvöðlar á því sviði. Þau fluttu inn silkiblóm og voru með gjafavöruverslun á Suðurlandsbraut í mörg ár. „Þó að hún hafi verið byrjuð að veikjast var það öryggi að vinna með pabba. Það var ofboðslega erfitt fyrir hann að láta mömmu frá sér, honum fannst hann vera að bregðast henni. Það kemur mikil sektarkennd. En þetta var ekki leggjandi á hann lengur,“ segir Sigrún. Móðir Sigrúnar var fyrst í dagvistun í Hlíðabæ og henni leið mjög vel þar. Hún var síðan á lokaðri deild á Eir í um átta ár. Hún var komin á það stig að ekkert annað var hægt að gera. „En það eru margar sögur af mömmu. Hún strauk og var snjöll í að blekkja fólk í spjalli. Fólk hélt alltaf að mamma þekkti það því hún notaði alltaf sömu frasana. Hún spurði fólk hvað væri að frétta af börnunum og móður þeirra og svona. En svo kom að því í eitt skiptið að einhver svaraði að móðir þeirra hefði fallið frá fyrir mörgum árum. Þá sagði hún bara: „Já, hvernig læt ég!“ Ég hugsa að undirmeðvitundin hafi ekki að ætlað að leyfa sjúkdómnum að sigra.“ Móðir Sigrúnar lést árið 2011.Ákvað að rækta listapúkann Tveimur árum síðar ákvað Sigrún að fara í eins árs söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Námið bauð upp á að vera í vinnu samhliða því og annan hvern mánuð yfir vetrartímann dvaldi Sigrún í Kaupmannahöfn fjóra daga í senn. Síðan ákvað hún að bæta við sig þriggja ára kennaranámi í Complete Vocal tækni. „Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég var búin að svelta í mér listapúkann. Mig var farið að klæja í fingurna,“ segir Sigrún. Á þessum tíma kynntist Sigrún konu sem fór með hlutverk í Jeg hedder Bente sem heitir Ég heiti Guðrún í dag. „Jannie Faurschou er dönsk leikkona og er svona 10 árum eldri en ég. Við fórum að ræða um þetta verk og þá kemur í ljós að verkið fjallar um snemm Alzheimer. Ég sá verkið og varð bara heilluð. Þetta verk sat virkilega í mér og hafði djúpstæð áhrif á mig. Ári síðar læt ég taka verkið frá og keypti svo réttinn á því fyrir tveimur árum.“ Ég heiti Guðrún er samstarfsverkefni Sigrúnar með Þjóðleikhúsinu en Magnea Matthíasdóttir þýddi.Tilgangurinn að fræða fólk Sigrún segir tilganginn með verkinu ekki aðeins að leika í og framleiða leikritið. Hún vilji láta til sín taka og upplýsa þjóðina um Alzheimer. „Ég varð að fylgja innsæinu og gera þetta að veruleika. Ég vil líka fræða fólk og vekja athygli á þessum sjúkdómi því það er lítið búið að tala um hann. Þetta er mjög erfiður ástvinasjúkdómur. Maður getur ekki ímyndað sér að vera á þeim stað að maður er að missa tökin, að missa sjálfið. Það sem ég vil sjá breytast er að fólk með heilabilun fái meiri örvun. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Með Sigrúnu er flott teymi kvenna sem stendur að sýningunni. Pálína Jónsdóttir leikstýrir verkinu, með aðalhlutverk fer Sigrún og aðrar leikkonur eru Vigdís Gunnarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Anna Halldórsdóttir um tónlist en Filippía og Pálína hanna leikmynd. „Ég er rosalega ánægð með þetta frábæra teymi,“ segir hún. Sigrún stefnir á að halda listaverkasýningu í anddyrinu. „Mér finnst svo skemmtilegt að blanda saman listformum,“ segir hún að lokum. Ég heiti Guðrún hefur gengið vel í sölu og upphaflega var lagt upp með 10 sýningar. Nú þegar er búið að bæta við fjórum aukasýningum. Sýningar verða aðeins í október.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Menning Tengdar fréttir Mikil fjölgun yfirvofandi Heilabilun er regnhlífarhugtak sem lýsir einkennum. Heilabilun þýðir að viðkomandi einstaklingur getur ekki bjargað sér sjálfur að einhverju leyti út af vitrænni skerðingu. Í dag er ekki nægjanlega mikið lagt í rannsóknir á orsökum og meðhöndlun heilabilunarsjúkdóma á Íslandi. 20. september 2018 06:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Mikil fjölgun yfirvofandi Heilabilun er regnhlífarhugtak sem lýsir einkennum. Heilabilun þýðir að viðkomandi einstaklingur getur ekki bjargað sér sjálfur að einhverju leyti út af vitrænni skerðingu. Í dag er ekki nægjanlega mikið lagt í rannsóknir á orsökum og meðhöndlun heilabilunarsjúkdóma á Íslandi. 20. september 2018 06:00