Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2018 09:03 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar. vísir/vilhelm Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, kemur fyrir borgarráð í dag og skýrir frá stöðu mála er varðar viðkvæm starfsmannamál sem verið hafa í kastljósinu undanfarna viku. Stjórnin ákvað í gærkvöldi að fela Helgu Jónsdóttur að taka við stöðu forstjóra Orkuveitunnar næstu tvo mánuði á meðan Bjarni Bjarnason stígur til hliðar að eigin frumkvæði vegna úttektar innri endurskoðunar og óháðra sérfræðinga á starfsmannamálunum og vinnustaðamenningunni. „Í dag fáum við kynningu inn í borgarráð, kynningu á stöðu mála og hver eru næstu skref. Fáum til okkar stjórnarformann Orkuveitunnar. Síðan gerum við ráð fyrir að á næstum vikum fari af stað mjög öflug úttekt á þessu öllu saman. Við munum fylgjast með því af hliðarlínunni af því við erum ekki með beina aðkomu nema í gegnum stjórnina sem við berum traust til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Hún segir mikla áherslu lagða á að m´laði verði unnið vel og stunduð öguð vinnubrögð. „Að vinnustaðamenning sé skoðuð því við þekkjum það að Reykjavíkurborg hefur haft mjög góða stefnu þegar kemur að jafnréttismálum og búið sér til ferla eftir #metoo sem vakti okkur svolítið aftur. En nú þurfum við líka að passa að það sé ekki nóg að vera með ferla og stefnur heldur þarf þetta líka að vera eðlilegur partur af fyrirtækjunum okkar. Við leggjum mikla áherslu á að jafnrétti sé virkt alls staðar, að menning sé góð og megum aldrei gleyma því að vinnustaðir okkar eru mannaðir jafnt af konum og körlum, almennt í atvinnulífinu. Þar á að vera umhverfi og menning fyrir alla.“ Fundurinn hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu og reiknað er með að hann standi fram yfir hádegi. Um er að ræða hefðbundinn fund þar sem mál Orkuveitu Reykjavíkur verða á dagskrá ásamt fleiri málum. „Við höfum lagt áherslu á það undanfarið að manna okkar stjórnir út frá faglegum forsendum en ekki pólitískum. Og lagt áherslu á góða stjórnarhætti. Ég verð að segja það að ég er ánægð með það í dag að við erum með mjög öfluga stjórn sem hefur tekið af málinu af festu. Við fylgjumst með, vöktum þetta en gefum þeim líka frið til þess að vinna,“ segir Þórdís Lóa. Hún telur að þetta mál sé ákveðin uppvakning fyrir fólk í íslensku atvinnulífi. „Við verðum að passa að ganga alla leið. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við búum til starfsumhverfi þar sem fólki líður vel. Við erum með starfsfólk sem verður að hafa gott starfsumhverfi. Því verður að líða vel. Þannig vinnum við best. Þannig er besta framleiðnin. Þannig er besta þjónustan.“ Vinnustaðaumhverfi verður að vera gott. „Alveg sama hvað okkur finnst um hitt og þetta. Það hafa allir skoðanir á öllu og ég skil það. En hér erum vði atvinnurekendur og verðum að bera ábyrgð sem slík og passa að við breytum þessari menningu. Við erum með svo mörg dæmi um breytta menningu sem í dag eru svo eðlileg en fyrir kannski 20-30 árum síðan var það kannski ekki.“ Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, kemur fyrir borgarráð í dag og skýrir frá stöðu mála er varðar viðkvæm starfsmannamál sem verið hafa í kastljósinu undanfarna viku. Stjórnin ákvað í gærkvöldi að fela Helgu Jónsdóttur að taka við stöðu forstjóra Orkuveitunnar næstu tvo mánuði á meðan Bjarni Bjarnason stígur til hliðar að eigin frumkvæði vegna úttektar innri endurskoðunar og óháðra sérfræðinga á starfsmannamálunum og vinnustaðamenningunni. „Í dag fáum við kynningu inn í borgarráð, kynningu á stöðu mála og hver eru næstu skref. Fáum til okkar stjórnarformann Orkuveitunnar. Síðan gerum við ráð fyrir að á næstum vikum fari af stað mjög öflug úttekt á þessu öllu saman. Við munum fylgjast með því af hliðarlínunni af því við erum ekki með beina aðkomu nema í gegnum stjórnina sem við berum traust til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Hún segir mikla áherslu lagða á að m´laði verði unnið vel og stunduð öguð vinnubrögð. „Að vinnustaðamenning sé skoðuð því við þekkjum það að Reykjavíkurborg hefur haft mjög góða stefnu þegar kemur að jafnréttismálum og búið sér til ferla eftir #metoo sem vakti okkur svolítið aftur. En nú þurfum við líka að passa að það sé ekki nóg að vera með ferla og stefnur heldur þarf þetta líka að vera eðlilegur partur af fyrirtækjunum okkar. Við leggjum mikla áherslu á að jafnrétti sé virkt alls staðar, að menning sé góð og megum aldrei gleyma því að vinnustaðir okkar eru mannaðir jafnt af konum og körlum, almennt í atvinnulífinu. Þar á að vera umhverfi og menning fyrir alla.“ Fundurinn hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu og reiknað er með að hann standi fram yfir hádegi. Um er að ræða hefðbundinn fund þar sem mál Orkuveitu Reykjavíkur verða á dagskrá ásamt fleiri málum. „Við höfum lagt áherslu á það undanfarið að manna okkar stjórnir út frá faglegum forsendum en ekki pólitískum. Og lagt áherslu á góða stjórnarhætti. Ég verð að segja það að ég er ánægð með það í dag að við erum með mjög öfluga stjórn sem hefur tekið af málinu af festu. Við fylgjumst með, vöktum þetta en gefum þeim líka frið til þess að vinna,“ segir Þórdís Lóa. Hún telur að þetta mál sé ákveðin uppvakning fyrir fólk í íslensku atvinnulífi. „Við verðum að passa að ganga alla leið. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við búum til starfsumhverfi þar sem fólki líður vel. Við erum með starfsfólk sem verður að hafa gott starfsumhverfi. Því verður að líða vel. Þannig vinnum við best. Þannig er besta framleiðnin. Þannig er besta þjónustan.“ Vinnustaðaumhverfi verður að vera gott. „Alveg sama hvað okkur finnst um hitt og þetta. Það hafa allir skoðanir á öllu og ég skil það. En hér erum vði atvinnurekendur og verðum að bera ábyrgð sem slík og passa að við breytum þessari menningu. Við erum með svo mörg dæmi um breytta menningu sem í dag eru svo eðlileg en fyrir kannski 20-30 árum síðan var það kannski ekki.“
Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00