Innlent

Vetrarfærð víða um land

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd frá veginum yfir Þverárfjall upp úr hádegi í dag.
Mynd frá veginum yfir Þverárfjall upp úr hádegi í dag. Lögreglan á Norðurlandi vestra.
Gul viðvörun er í gildi fyrir nánast allt norðanvert landið næsta sólarhringinn. Seint í kvöld og til morgun mun úrkoma aukast norðaustanlands, einkum á norðanverðum Austfjörðum. Verður hríðarveður á Víkurskarði í kvöld og síðar á Möðrudalsöræfum og sér í lagi á Fjarðarheiði þar sem setur niður mikinn snjó með norðvestan stormi.

Er búist við krapa á Fagradal og eru taldar líkur á krapa norðanlands í kvöld og nótt. Sunnan undir Vatnajökli verða snarpar hviður í fyrramálið frá um klukkan átta og fram yfir hádegi, 30 til 35 metrar á sekúndum, einkum frá Kvískerjum og austur fyrir Höfn.

Lögreglan á Norðurlandi vestra birti meðfylgjandi mynd af færðinni á Þverárfjallsvegi upp úr hádegi í dag þar sem mátti sjá hvernig færðin minnti á hávetur. Beindi lögreglan því til vegfarenda að fara varlega og gefa sér tíma á milli staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×