Hæstiréttur staðfestir að Arion skuli greiða húsfélagi 162 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 18:45 Langalína 2 er í Garðabæ. Mynd/Já.is Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banki skuli greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Þá skuli bankinn greiða fjórar milljónir króna til viðbótar í málskostnað. Húsfélagið höfðaði á sínum tíma mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Ris ehf var upphaflegur húsbyggjandi og seldi flestar íbúðir hússins til Riss fjárfestingar ehf. Nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankanna í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld. Langalína 2 ehf. hélt svo áfram byggingu hússins sem lauk á haustdögum 2010. Dómstólarnir féllust á rök húsfélagsins að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi því ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Arion hafi borið ábyrgð á því.Þurfti að ráðast í miklar viðgerðir Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Frágangur við glugga hafi sömuleiðis verið óviðunandi. Húsfélagið þurfti að ráðast í miklar viðgerðir og komst héraðsdómur að því að þeirri niðurstöðu að tjónið væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns. Dómsmál Tengdar fréttir Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banki skuli greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Þá skuli bankinn greiða fjórar milljónir króna til viðbótar í málskostnað. Húsfélagið höfðaði á sínum tíma mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Ris ehf var upphaflegur húsbyggjandi og seldi flestar íbúðir hússins til Riss fjárfestingar ehf. Nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankanna í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld. Langalína 2 ehf. hélt svo áfram byggingu hússins sem lauk á haustdögum 2010. Dómstólarnir féllust á rök húsfélagsins að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi því ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Arion hafi borið ábyrgð á því.Þurfti að ráðast í miklar viðgerðir Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Frágangur við glugga hafi sömuleiðis verið óviðunandi. Húsfélagið þurfti að ráðast í miklar viðgerðir og komst héraðsdómur að því að þeirri niðurstöðu að tjónið væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns.
Dómsmál Tengdar fréttir Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49