Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2018 06:00 Laxinn veiddist í Eyjafarðará þann 4. september síðastliðinn. Eldislaxinn sem veiddist í Eyjafjarðará þann 4. september síðastliðinn var kominn áleiðis í hrygningu og líklegt að hrygnan hefði náð að að hrygna í ánni þetta haustið. Þetta segir sérfræðingur og sviðsstjóri í málefnum ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir óþarfa að hafa áhyggjur af eldisfiski. „Þessi hrygna í Eyjafjarðará veiddist um mánaðamótin ágúst- september og var komin áleiðis í þroskun hrogna. Við metum það eftir þroska hrognasekkja. Hefði þessi hrygna ekki veiðst þá er mögulegt að hún hefði getað hrygnt í ánni seint í haust,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er þekkt að fiskar af eldisuppruna hrygni seinna að haustinu en villtur lax. Þá eru til dæmi um að hrygnan róti upp öðrum hrognum á hrygningarstað þar sem aðrir fiskar eru farnir af svæðinu og eru ekki til staðar til að verja sitt.“Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri LF.Einar segir ljóst að þetta hafi ekki áhrif á lífríkið hér við land. Einnig bendir hann á að samkvæmt sérfræðingum í fiskeldi við Háskólann á Hólum sé langlíklegast að fiskur sem sleppi úr sjókvíaeldi drepist áður en hann gengur upp í ár. „Eins og Hafrannsóknastofnun hefur bent á er þetta langt innan allra áhættuviðmiða í útreikningum þeirra. Af þeim 50 til 55 þúsund löxum sem hafa veiðst í íslenskum ám hafa sex laxar komið á land sem mögulega eru úr eldi,“ segir Einar. „Það er lítið brotabrot og ljóst að áhrifin eru ekki merkjanleg á lífríkið. Ég tel að þessar fréttir gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu villta laxastofnsins, öðru nær.“ Vitnar Einar þar til fréttar á vef Hafrannsóknastofnunar þar sem kemur fram að þessi fjöldi eldislaxa í ám sé í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldis. „Við vitum nú með vissu að fjórir eldislaxar hafi veiðst í íslenskum ám í sumar. En einnig eru nokkrir fiskar til rannsóknar hjá okkur sem bera einkenni þess að geta hafa verið í eldi. Því getum við ekki með vissu sagt hversu margir eldislaxar hafi veiðst hér á landi í sumar,“ bætir Guðni við.Eldislax.„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Við munum upplifa þetta í auknum mæli næstu árin að þessir fiskar hrygni og blandist þeim stofni sem fyrir er,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Okkur finnst eldi á frjóum laxi vera algjörlega ábyrgðarlaust gagnvart náttúru landsins og munum krefjast þess að gerð verði erfðagreining til að sjá hvaðan þessir laxar koma. Eyjafjörður er langt frá sjókvíaeldi en reynslutölur frá Noregi segja að strokufiskur geti farið allt að þúsund kílómetra frá sleppistað. Því munum við sjá eldislax um allt land á næstu árum.“Fiskeldi vaxandi iðnaður Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd. Þar eru Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm og Laxar fiskeldi stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greininni vera um 15 milljarða. Sú tala verði komin í 50 milljarða innan fárra ára. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Stangveiði Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Eldislaxinn sem veiddist í Eyjafjarðará þann 4. september síðastliðinn var kominn áleiðis í hrygningu og líklegt að hrygnan hefði náð að að hrygna í ánni þetta haustið. Þetta segir sérfræðingur og sviðsstjóri í málefnum ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir óþarfa að hafa áhyggjur af eldisfiski. „Þessi hrygna í Eyjafjarðará veiddist um mánaðamótin ágúst- september og var komin áleiðis í þroskun hrogna. Við metum það eftir þroska hrognasekkja. Hefði þessi hrygna ekki veiðst þá er mögulegt að hún hefði getað hrygnt í ánni seint í haust,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er þekkt að fiskar af eldisuppruna hrygni seinna að haustinu en villtur lax. Þá eru til dæmi um að hrygnan róti upp öðrum hrognum á hrygningarstað þar sem aðrir fiskar eru farnir af svæðinu og eru ekki til staðar til að verja sitt.“Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri LF.Einar segir ljóst að þetta hafi ekki áhrif á lífríkið hér við land. Einnig bendir hann á að samkvæmt sérfræðingum í fiskeldi við Háskólann á Hólum sé langlíklegast að fiskur sem sleppi úr sjókvíaeldi drepist áður en hann gengur upp í ár. „Eins og Hafrannsóknastofnun hefur bent á er þetta langt innan allra áhættuviðmiða í útreikningum þeirra. Af þeim 50 til 55 þúsund löxum sem hafa veiðst í íslenskum ám hafa sex laxar komið á land sem mögulega eru úr eldi,“ segir Einar. „Það er lítið brotabrot og ljóst að áhrifin eru ekki merkjanleg á lífríkið. Ég tel að þessar fréttir gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu villta laxastofnsins, öðru nær.“ Vitnar Einar þar til fréttar á vef Hafrannsóknastofnunar þar sem kemur fram að þessi fjöldi eldislaxa í ám sé í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldis. „Við vitum nú með vissu að fjórir eldislaxar hafi veiðst í íslenskum ám í sumar. En einnig eru nokkrir fiskar til rannsóknar hjá okkur sem bera einkenni þess að geta hafa verið í eldi. Því getum við ekki með vissu sagt hversu margir eldislaxar hafi veiðst hér á landi í sumar,“ bætir Guðni við.Eldislax.„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Við munum upplifa þetta í auknum mæli næstu árin að þessir fiskar hrygni og blandist þeim stofni sem fyrir er,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Okkur finnst eldi á frjóum laxi vera algjörlega ábyrgðarlaust gagnvart náttúru landsins og munum krefjast þess að gerð verði erfðagreining til að sjá hvaðan þessir laxar koma. Eyjafjörður er langt frá sjókvíaeldi en reynslutölur frá Noregi segja að strokufiskur geti farið allt að þúsund kílómetra frá sleppistað. Því munum við sjá eldislax um allt land á næstu árum.“Fiskeldi vaxandi iðnaður Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd. Þar eru Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm og Laxar fiskeldi stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greininni vera um 15 milljarða. Sú tala verði komin í 50 milljarða innan fárra ára. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Stangveiði Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira