Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2018 09:30 Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fréttablaðið/Pjetur Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira