„Það verður að stöðva hann“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 16:59 Erna Ómarsdóttir er ein þeirra sem skrifar undir bréfið þar sem Jan Fabre er sakaður um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna sinna. Vísir/GVA Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“ MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“
MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira