Justin Rose varð Fedex meistari eftir ótrúlega spennu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. september 2018 23:00 Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari á PGA mótaröðinni Vísir/Getty Justin Rose varð í kvöld Fedex stigamótsmeistari á PGA mótaröðinni en það varð ljóst eftir Tour Championship mótið. Tour Championship mótið er síðasta mótið á PGA mótaröðinni og var mikil barátta á milli Englendingsins Justin Rose og Tiger Woods. Justin Rose hafði allt í höndum sér en slæmur hringur hans í dag gaf Tiger Woods séns á að hreppa titilinn. Þegar Rose steig upp á 18. og síðasta teiginn var hann á 4 höggum yfir pari vallarins. Þá var Woods að klára 17. holuna og átti sigurinn vísan á mótinu sjálfu. Þá var Woods einnig á toppnum á Fedex stigalistanum. Rose þurfti fugl á 18. holunni til þess að tryggja sér Fedex bikarinn. Fyrsta högg Rose var mjög gott á síðustu holunni sem er par 5. Annað högg hans var hins vegar það mikilvægasta. Þar þurfti hann slá yfir sandglompu. Högg Rose var frábært og rétt náði hann yfir glompuna, og lenti inn á flötinni. Þurfti Rose því að tvípútta til þess að næla sér í fuglinn. Fyrra púttið hans var afar gott og var hann alveg uppvið holuna og var hann því ekki í miklum erfiðleikum með að ná fuglinum. Justin Rose stendur því uppi sem Fedex meistari á PGA mótaröðinni en Tiger Woods vann mótið sjálft. Hans fyrsti sigur í fimm ár. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Justin Rose varð í kvöld Fedex stigamótsmeistari á PGA mótaröðinni en það varð ljóst eftir Tour Championship mótið. Tour Championship mótið er síðasta mótið á PGA mótaröðinni og var mikil barátta á milli Englendingsins Justin Rose og Tiger Woods. Justin Rose hafði allt í höndum sér en slæmur hringur hans í dag gaf Tiger Woods séns á að hreppa titilinn. Þegar Rose steig upp á 18. og síðasta teiginn var hann á 4 höggum yfir pari vallarins. Þá var Woods að klára 17. holuna og átti sigurinn vísan á mótinu sjálfu. Þá var Woods einnig á toppnum á Fedex stigalistanum. Rose þurfti fugl á 18. holunni til þess að tryggja sér Fedex bikarinn. Fyrsta högg Rose var mjög gott á síðustu holunni sem er par 5. Annað högg hans var hins vegar það mikilvægasta. Þar þurfti hann slá yfir sandglompu. Högg Rose var frábært og rétt náði hann yfir glompuna, og lenti inn á flötinni. Þurfti Rose því að tvípútta til þess að næla sér í fuglinn. Fyrra púttið hans var afar gott og var hann alveg uppvið holuna og var hann því ekki í miklum erfiðleikum með að ná fuglinum. Justin Rose stendur því uppi sem Fedex meistari á PGA mótaröðinni en Tiger Woods vann mótið sjálft. Hans fyrsti sigur í fimm ár.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira