Valfrelsi í skólamálum Katrín Atladóttir skrifar 25. september 2018 07:00 Reykjavíkurborg greiðir 75% af meðalrekstrarkostnaði grunnskóla landsins á nemanda með barni í sjálfstæðum skóla. Þetta veldur því að sjálfstæðu skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er sannarlega ekki á færi allra foreldra að greiða skólagjöld og því veldur þetta ákveðinni stéttaskiptingu meðal barna. Eðlilegra væri að líta á þetta út frá réttindum barna til að sækja hvaða skóla sem er. Að barn hefði rétt á því að fá sama framlag óháð því hvaða skóla það og foreldrar þess kjósa að velja. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Mismunandi áherslur og lausnir í menntamálum henta hverju þeirra. Sjálfstæðir skólar bæta flóru skóla Reykjavíkur svo um munar. Þeir veita foreldrum valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.Eykur gæði á öllum sviðum Fjölbreytt námsframboð og stefnur í kennslu skapa eðlilega samkeppni milli skóla. Aukin samkeppni eykur gæði á öllum sviðum, líka í menntamálum. Mikilvægt er að horfa ekki á sjálfstæða skóla sem einhvers konar ógn heldur sem tækifæri til að bæta menntun barna í borginni. En það eru ekki bara skólarnir sem njóta góðs af samkeppni. Fjölgun sjálfstæðra skóla er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni þegar kemur að atvinnumöguleikum kennara. Þannig er líka verið að gera kennarastarfið að vænlegri valkosti.Jöfn tækifæri Tillaga okkar í Sjálfstæðisflokknum, sem verður tekin fyrir á næsta borgarstjórnarfundi, snýr að því að öll börn í Reykjavík fái jöfn fjárframlög frá borginni óháð því hvaða skóla þau sækja. Í staðinn munu sjálfstæðu skólarnir ekki rukka skólagjöld. Þannig má tryggja jöfn tækifæri allra barna til að sækja hvaða skóla sem hentar, óháð efnahag foreldra. Það er sanngirnis- og réttlætismál fyrir börnin í borginni að tillagan verði samþykkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg greiðir 75% af meðalrekstrarkostnaði grunnskóla landsins á nemanda með barni í sjálfstæðum skóla. Þetta veldur því að sjálfstæðu skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er sannarlega ekki á færi allra foreldra að greiða skólagjöld og því veldur þetta ákveðinni stéttaskiptingu meðal barna. Eðlilegra væri að líta á þetta út frá réttindum barna til að sækja hvaða skóla sem er. Að barn hefði rétt á því að fá sama framlag óháð því hvaða skóla það og foreldrar þess kjósa að velja. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Mismunandi áherslur og lausnir í menntamálum henta hverju þeirra. Sjálfstæðir skólar bæta flóru skóla Reykjavíkur svo um munar. Þeir veita foreldrum valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.Eykur gæði á öllum sviðum Fjölbreytt námsframboð og stefnur í kennslu skapa eðlilega samkeppni milli skóla. Aukin samkeppni eykur gæði á öllum sviðum, líka í menntamálum. Mikilvægt er að horfa ekki á sjálfstæða skóla sem einhvers konar ógn heldur sem tækifæri til að bæta menntun barna í borginni. En það eru ekki bara skólarnir sem njóta góðs af samkeppni. Fjölgun sjálfstæðra skóla er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni þegar kemur að atvinnumöguleikum kennara. Þannig er líka verið að gera kennarastarfið að vænlegri valkosti.Jöfn tækifæri Tillaga okkar í Sjálfstæðisflokknum, sem verður tekin fyrir á næsta borgarstjórnarfundi, snýr að því að öll börn í Reykjavík fái jöfn fjárframlög frá borginni óháð því hvaða skóla þau sækja. Í staðinn munu sjálfstæðu skólarnir ekki rukka skólagjöld. Þannig má tryggja jöfn tækifæri allra barna til að sækja hvaða skóla sem hentar, óháð efnahag foreldra. Það er sanngirnis- og réttlætismál fyrir börnin í borginni að tillagan verði samþykkt.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar