Sárvantar fagfólk á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:53 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira