Innlent

Rigning eða slydda víðast hvar um landið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snjókoma gæti gert vart við sig á norðanverðu landinu í dag.
Snjókoma gæti gert vart við sig á norðanverðu landinu í dag. VÍSIR/VILHELM
Lægð gengur yfir landið í dag, með rigningu eða skúrum, en slyddu eða snjókomu á fjallvegum norðantil á landinu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er gul viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi í dag vegna  veðurs.

Lægðinni fylgir einnig allhvöss eða hvöss suðvestanátt sunnanlands og síðar einnig á Austurlandi. Þó er búist við hægari vindi í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig, mildast syðst.

Á morgun er gert ráð fyrir vestanátt 3-10 m/s og dálitlum skúrum eða slydduéljum. Léttskýjað verður suðaustanlands.  Litlar breytingar á veðri á fimmtudag, en á föstudag er spáð suðvestan hvassviðri með talsverðri rigningu sunnan- og vestantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða slydduél, en léttskýjað SA-lands. Hiti 2 til 8 stig að deginum, mildast SA-til.

Á fimmtudag:

Vestan 5-10 og bjartviðri SA- og A-lands, annars skýjað og dálítil él fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á föstudag:

Hvöss suðvestanátt og rigning, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.

Á laugardag:

Norðvestanátt og él N-til á landinu, en þurrt syðra. Kólnandi veður.

Á sunnudag:

Suðvestlæg átt, skýjað og dálítil væta seinni partinn. Heldur hlýnandi.

Á mánudag:

Vestanátt, skýjað með köflum og úrkomulítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×