„Ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2018 12:44 Jón Ásgeir Jóhannesson í Landsrétti í morgun. Vísir/vilhelm Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson áttu báðir erfitt með að muna eftir ákveðnum atriðum Aurum-málsins við aðalmeðferð í Landsrétti í dag. Báðir tóku þeir fram við skýrslutöku að langt væri liðið síðan atburðirnir, sem verið var að spyrja þá út í, hefðu átt sér stað. Þá ítrekaði Jón Ásgeir að hann hefði ekki haft áhrif á einstök mál Glitnis. Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi Glitnis á árinu 2008 þegar þau meintu brot sem Aurum-málið snýst um voru framin. Hann var ákærður, og svo sýknaður í héraði, fyrir hlutdeild í umboðssvikum sem áttu sér stað í kringum sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess á 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited. Bæði FS38 og Fons voru í eigu Pálma Haraldssonar. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru sakfelldir í héraði fyrir umboðssvikin. Þeir áfrýjuðu báðir til Landsréttar, og voru viðstaddir aðalmeðferð málsins í dag en ekki þótti tilefni til að þeir gæfu skýrslu.Sjá einnig: Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinniÓlafur Þór Hauksson mætir í Landsrétt í morgun.Vísir/VilhelmBæði Jón Ásgeir og Pálmi voru bersýnilega þreyttir á málinu í Landsrétti í dag, og merkja mátti ergelsi í garð saksóknara. Þegar hefur málið verið tekið fyrir fjórum sinnum í dómsal og hafa Jón Ásgeir og Pálmi nú gefið skýrslu þrisvar sinnum vegna málsins.Þvertók fyrir að hafa áhrif á einstök mál Glitnis Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Jón Ásgeir út í ársreikning Aurum frá því í lok janúar 2008, þar sem fram kom að félagið hafi verið rekið með tapi. Jón Ásgeir sagði að langt væri um liðið síðan tiltekinn ársreikningur var gefinn út og að hann „myndi ekki endilega eftir þessu“. Þá mundi hann ekki hvort félagið hefði verið rekið með hagnaði eða tapi árið á undan.Lárus Welding, einn sakborninga í málinu, sést hér fremstur. Á mynd sjást einnig Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, og Jón Ásgeir.Vísir/VilhelmAðspurður mundi Jón Ásgeir ekki nákvæmlega hvenær Baugur og Fons hefðu eignast hlut í Aurum en taldi að það hefði verið árið 2005 eða 2006. Hann mundi heldur ekki hvernig kaup félaganna í Aurum hefðu verið fjármögnuð. Þá ítrekaði Jón Ásgeir fullyrðingar sínar frá því við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi árið 2016 og sagðist ekki hafa haft áhrif á það hvernig Glitnir banki afgreiddi einstök mál. „Ég vil taka það fram að ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta, og ég er ekki heldur ákærður fyrir að vera of ýtinn í samskiptum,“ bætti hann við.„Food for thought“ ekki skipun Skýrslutakan yfir Jóni Ásgeiri snerist að mestu um tölvupóstsamskipti hans og hlutaðeigandi aðila, einkum Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem sakfelldur var í héraði fyrir umboðssvikin. Fjölda bréfa var varpað á skjá fyrir dómi og var Jón Ásgeir til að mynda inntur eftir því hvort hann hafi oft átt fundi með Lárusi varðandi einstakar lánveitingar. „Já, við vorum í miklum viðskiptum við bankann, þeir voru stórir aðilar á markaðnum, þó að við ættum ekki stærri viðskipti við Glitni en aðra íslenska banka.“ Á einum tímapunkti gerði Jón Ásgeir athugasemdir við orðalag er saksóknari spurði hann út í tölvupóst sem Jón Ásgeir sendi Lárusi um mál sem væru framundan. Undir þau mál skrifaði Jón Ásgeir „food for thought“. Jón Ásgeir og saksóknari deildu um merkingu orðatiltækisins en sá síðarnefndi taldi að með því væri Jón Ásgeir að óska eftir vinnu eða aðgerðum af hálfu Lárusar. Jón Ásgeir hélt því fram að hann hefði verið að koma á framfæri hugmyndum við Lárus. „Food for thought er ekki skipun,“ sagði Jón Ásgeir. „Ég vek athygli dómsins á að hér eru „pikkaðir“ út 30-40 póstar á milli mín og Lárusar af 500 […] Þetta hefur verið „handpikkað“ með ákveðnum hætti allt saman.“Pálmi Haraldsson tekur í hönd Lárusar Welding við aðalmeðferð málsins í hérðasdómi árið 2016.Vísir/GVAFons vel gjaldfært fram að hruni Pálmi Haraldsson gaf því næst skýrslu fyrir dómi. Saksóknari varpaði aftur ársreikningi Aurum holding á skjá við það tilefni. Pálmi sagðist aðspurður ekki þekkja til talnanna. Þá mundi hann ekki hvenær Baugur og Fons keyptu í félaginu og heldur ekki hvort greiddur hafi verið hagnaður. Þá spurði saksóknari hvaða ástæður lægju að baki þess að virði Aurum í bókum Fons hafi lækkað um helming miðað við það sem notast var við í viðskiptunum sem ákært er fyrir. Verðmæti Aurum er eitt það umdeildasta í málinu. „Ég get ekki svarað því tíu árum eftir að það gerist en ég geng út frá því að það hafi verið einhver tilfinning,“ sagði Pálmi. Þá sagði hann að blessunarlega væri búið að herða reglur í þessum málum mikið, enda tíu ár síðan umræddir atburðir áttu sér stað, þó að eigendur gætu metið óskráð félög í bókum sínum á mismunandi hátt. Hann vísaði þannig til WOW air og þess að eigandi félagsins, Skúli Mogensen, hafi sagt verðmæti þess 60 milljónir evra á meðan eigið fé hafi verið nær ekkert. Þá sagði Pálmi að Fons hafi verið með jákvætt eigið fé í lok árs 2007 og að það hafi verið „vel gjaldfært“ allt til 6. október 2008. Reiknað er með því að saksóknari flytji mál sitt í dag en aðalmeðferðinni ljúki svo á morgun með vörnum verjenda. Þá verður málið dómtekið og dómur kveðinn upp innan nokkurra vikna. Aurum Holding málið Dómsmál Tengdar fréttir Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar Aurum-málið var til lykta leitt í héraðsdómi í gær. Málið snerist um umboðssvik sem fólust í sex milljarða lánveitingu. Lárus Welding hlaut eins árs fangelsisdóm en Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. 25. nóvember 2016 07:00 Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinni Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. 25. september 2018 08:00 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson áttu báðir erfitt með að muna eftir ákveðnum atriðum Aurum-málsins við aðalmeðferð í Landsrétti í dag. Báðir tóku þeir fram við skýrslutöku að langt væri liðið síðan atburðirnir, sem verið var að spyrja þá út í, hefðu átt sér stað. Þá ítrekaði Jón Ásgeir að hann hefði ekki haft áhrif á einstök mál Glitnis. Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi Glitnis á árinu 2008 þegar þau meintu brot sem Aurum-málið snýst um voru framin. Hann var ákærður, og svo sýknaður í héraði, fyrir hlutdeild í umboðssvikum sem áttu sér stað í kringum sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess á 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited. Bæði FS38 og Fons voru í eigu Pálma Haraldssonar. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru sakfelldir í héraði fyrir umboðssvikin. Þeir áfrýjuðu báðir til Landsréttar, og voru viðstaddir aðalmeðferð málsins í dag en ekki þótti tilefni til að þeir gæfu skýrslu.Sjá einnig: Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinniÓlafur Þór Hauksson mætir í Landsrétt í morgun.Vísir/VilhelmBæði Jón Ásgeir og Pálmi voru bersýnilega þreyttir á málinu í Landsrétti í dag, og merkja mátti ergelsi í garð saksóknara. Þegar hefur málið verið tekið fyrir fjórum sinnum í dómsal og hafa Jón Ásgeir og Pálmi nú gefið skýrslu þrisvar sinnum vegna málsins.Þvertók fyrir að hafa áhrif á einstök mál Glitnis Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Jón Ásgeir út í ársreikning Aurum frá því í lok janúar 2008, þar sem fram kom að félagið hafi verið rekið með tapi. Jón Ásgeir sagði að langt væri um liðið síðan tiltekinn ársreikningur var gefinn út og að hann „myndi ekki endilega eftir þessu“. Þá mundi hann ekki hvort félagið hefði verið rekið með hagnaði eða tapi árið á undan.Lárus Welding, einn sakborninga í málinu, sést hér fremstur. Á mynd sjást einnig Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, og Jón Ásgeir.Vísir/VilhelmAðspurður mundi Jón Ásgeir ekki nákvæmlega hvenær Baugur og Fons hefðu eignast hlut í Aurum en taldi að það hefði verið árið 2005 eða 2006. Hann mundi heldur ekki hvernig kaup félaganna í Aurum hefðu verið fjármögnuð. Þá ítrekaði Jón Ásgeir fullyrðingar sínar frá því við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi árið 2016 og sagðist ekki hafa haft áhrif á það hvernig Glitnir banki afgreiddi einstök mál. „Ég vil taka það fram að ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta, og ég er ekki heldur ákærður fyrir að vera of ýtinn í samskiptum,“ bætti hann við.„Food for thought“ ekki skipun Skýrslutakan yfir Jóni Ásgeiri snerist að mestu um tölvupóstsamskipti hans og hlutaðeigandi aðila, einkum Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem sakfelldur var í héraði fyrir umboðssvikin. Fjölda bréfa var varpað á skjá fyrir dómi og var Jón Ásgeir til að mynda inntur eftir því hvort hann hafi oft átt fundi með Lárusi varðandi einstakar lánveitingar. „Já, við vorum í miklum viðskiptum við bankann, þeir voru stórir aðilar á markaðnum, þó að við ættum ekki stærri viðskipti við Glitni en aðra íslenska banka.“ Á einum tímapunkti gerði Jón Ásgeir athugasemdir við orðalag er saksóknari spurði hann út í tölvupóst sem Jón Ásgeir sendi Lárusi um mál sem væru framundan. Undir þau mál skrifaði Jón Ásgeir „food for thought“. Jón Ásgeir og saksóknari deildu um merkingu orðatiltækisins en sá síðarnefndi taldi að með því væri Jón Ásgeir að óska eftir vinnu eða aðgerðum af hálfu Lárusar. Jón Ásgeir hélt því fram að hann hefði verið að koma á framfæri hugmyndum við Lárus. „Food for thought er ekki skipun,“ sagði Jón Ásgeir. „Ég vek athygli dómsins á að hér eru „pikkaðir“ út 30-40 póstar á milli mín og Lárusar af 500 […] Þetta hefur verið „handpikkað“ með ákveðnum hætti allt saman.“Pálmi Haraldsson tekur í hönd Lárusar Welding við aðalmeðferð málsins í hérðasdómi árið 2016.Vísir/GVAFons vel gjaldfært fram að hruni Pálmi Haraldsson gaf því næst skýrslu fyrir dómi. Saksóknari varpaði aftur ársreikningi Aurum holding á skjá við það tilefni. Pálmi sagðist aðspurður ekki þekkja til talnanna. Þá mundi hann ekki hvenær Baugur og Fons keyptu í félaginu og heldur ekki hvort greiddur hafi verið hagnaður. Þá spurði saksóknari hvaða ástæður lægju að baki þess að virði Aurum í bókum Fons hafi lækkað um helming miðað við það sem notast var við í viðskiptunum sem ákært er fyrir. Verðmæti Aurum er eitt það umdeildasta í málinu. „Ég get ekki svarað því tíu árum eftir að það gerist en ég geng út frá því að það hafi verið einhver tilfinning,“ sagði Pálmi. Þá sagði hann að blessunarlega væri búið að herða reglur í þessum málum mikið, enda tíu ár síðan umræddir atburðir áttu sér stað, þó að eigendur gætu metið óskráð félög í bókum sínum á mismunandi hátt. Hann vísaði þannig til WOW air og þess að eigandi félagsins, Skúli Mogensen, hafi sagt verðmæti þess 60 milljónir evra á meðan eigið fé hafi verið nær ekkert. Þá sagði Pálmi að Fons hafi verið með jákvætt eigið fé í lok árs 2007 og að það hafi verið „vel gjaldfært“ allt til 6. október 2008. Reiknað er með því að saksóknari flytji mál sitt í dag en aðalmeðferðinni ljúki svo á morgun með vörnum verjenda. Þá verður málið dómtekið og dómur kveðinn upp innan nokkurra vikna.
Aurum Holding málið Dómsmál Tengdar fréttir Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar Aurum-málið var til lykta leitt í héraðsdómi í gær. Málið snerist um umboðssvik sem fólust í sex milljarða lánveitingu. Lárus Welding hlaut eins árs fangelsisdóm en Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. 25. nóvember 2016 07:00 Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinni Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. 25. september 2018 08:00 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12
Ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar Aurum-málið var til lykta leitt í héraðsdómi í gær. Málið snerist um umboðssvik sem fólust í sex milljarða lánveitingu. Lárus Welding hlaut eins árs fangelsisdóm en Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. 25. nóvember 2016 07:00
Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinni Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. 25. september 2018 08:00
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00