Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2018 06:00 Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu árin 2014 og 2016. Vísir/Daníel Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10