Óttast að humarveiðar leggist af Gissur Sigurðsson skrifar 26. september 2018 12:00 Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum Vísir/Getty Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Dæmi eru um að bátar hafi hætt veiðunum um mitt sumar og farið á fiskitroll í staðinn, þar sem humarveiðarnar stóðu vart undir sér og óttast Þeir að humarveiðar leggist alveg af, ef svo fer sem horfir. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var 300 tonnum undir þeim kvóta, sem hafði verið gefinn út fyrir tímabilið og meira en helmingi minni en hann var til dæmis fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann lækkað ár frá ári. Hafrannsóknastofnun hefur vefið að. innleiða nýjar aðferðir við að meta ástand humarstofnsins og því var engin veiðiráðgjöf gefin út í haust fyrir kvótaárið sem hófst á, en nýverið var farið í leiðangur og lýkur úrvinnslu úr gögnum úr honum fyrir jól, og þá ætti ráðgjöfin að liggja fyrir öðru hvoru megin við áramót. Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, en Skinney Þinganes á Höfn er eitt þriggja stórra útgerðarfélaga, sem enn stunda humarveiðar. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Fréttastofu að afar óheppilegt gæti verið að stöðva veiðarnar alveg, því með veiðunum söfnuðust upplýsingar um stofninn í meira umfangi en Hafrannsóknastofnun hefði bolmagn til að safna. Humarinn veiddist líka á dreifðum svæðum allt frá Lónsdýpi við Hornafjörð vestur að Snæfellsnesi og að þeir bátar, sem enn stunduðu veiðarnar væru af og til að leita fyrir sér á þeim öllum, og safna um leið upplýsingum. Svo yrði bara að koma í ljós hvort veiðunum yrði sjálf hætt, en dæmi væru um niðursveiflur í stofninum áður, en svo hafi hann rétt fljótt úr sér aftur. Hornafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Dæmi eru um að bátar hafi hætt veiðunum um mitt sumar og farið á fiskitroll í staðinn, þar sem humarveiðarnar stóðu vart undir sér og óttast Þeir að humarveiðar leggist alveg af, ef svo fer sem horfir. Aflinn á síðasta fiskveiðiári var 300 tonnum undir þeim kvóta, sem hafði verið gefinn út fyrir tímabilið og meira en helmingi minni en hann var til dæmis fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann lækkað ár frá ári. Hafrannsóknastofnun hefur vefið að. innleiða nýjar aðferðir við að meta ástand humarstofnsins og því var engin veiðiráðgjöf gefin út í haust fyrir kvótaárið sem hófst á, en nýverið var farið í leiðangur og lýkur úrvinnslu úr gögnum úr honum fyrir jól, og þá ætti ráðgjöfin að liggja fyrir öðru hvoru megin við áramót. Humarbátum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, en Skinney Þinganes á Höfn er eitt þriggja stórra útgerðarfélaga, sem enn stunda humarveiðar. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Fréttastofu að afar óheppilegt gæti verið að stöðva veiðarnar alveg, því með veiðunum söfnuðust upplýsingar um stofninn í meira umfangi en Hafrannsóknastofnun hefði bolmagn til að safna. Humarinn veiddist líka á dreifðum svæðum allt frá Lónsdýpi við Hornafjörð vestur að Snæfellsnesi og að þeir bátar, sem enn stunduðu veiðarnar væru af og til að leita fyrir sér á þeim öllum, og safna um leið upplýsingum. Svo yrði bara að koma í ljós hvort veiðunum yrði sjálf hætt, en dæmi væru um niðursveiflur í stofninum áður, en svo hafi hann rétt fljótt úr sér aftur.
Hornafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira