Góðar líkur á víðtæku samfloti verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 13:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Verkalýðsfélagið Framsýn krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði í komandi kjarasamningum og að vinnuvikan verði stytt á sama tíma. Félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna stefna á víðtækt samflot í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru allir lausir um áramót. Nítján verkalýðsfélög víðs vegar um landið eru aðilar að Starfsgreinasambandinu, þeirra á meðal Efling sem er fjölmennasta félagið sem og Framsýn stéttarfélag Þingeyinga sem setti helstu kröfur sínar fram í gær. Félagið krefst þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna, svo eitthvað sé nefnt. Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins lýst vel á kröfur Framsýnar. „Já, já mjög vel. Við höfum verið í ágætu sambandi við Framsýn og önnur stéttarfélög,“ segir Ragnar Þór. VR hafi þegar fundað með Starfsgreinasambandinu vegna áhuga á samfloti í komandi samningum. Annar fundur sé fyrirhugaður á föstudag í næstu viku til að ræða mögulegt samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna. „Þannig að þetta er svona tónninn sem við höfum verið að finna innan okkar raða og starfsgreinafélaganna. Hann er mjög svipaður. Þannig að líkurnar á samstarfi eru nokkuð góðar þótt ekkert sé í hendi. Ef það tekst að mynda stórt og breitt bandalag mun slagkraftur okkar sjálfkrafa verða mun meiri og árangurinn eftir því betri,“ segir Ragnar Þór. Ef þetta samflot tekst yrðu um 70 prósent verkafólks á almennum vinnumarkaði innan þess. Ragnar Þór segir samflotið síðan geta stækkað enn frekar. En það fari dálítið eftir því hvernig forysta Alþýðusambandsins líti út að loknu þingi þess dagana 24. til 26. október næst komandi. „Það er ekkert útilokað að við náum að sameinast á enn breiðari grundvelli en þessum.“Þá jafnvel undir fána ASÍ? „Mögulega það er ekkert útilokað í þeim efnum. Það ræðst náttúrlega af því hvernig samsetning nýrrar forystu Alþýðusambandsins verður. Hver vilji formanna félaganna verður til að spila úr þeim átökum og breytingum sem hafa átt sér stað innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira