Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 20:30 „Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni. Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni.
Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira