Efling þrýstir á samflot með því að skila inn samningsumboði Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 19:00 Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira