Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 07:00 Þjóðarsjóður verður fjármagnaður með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00