Herforingi í bakgarðinum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. september 2018 08:00 Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender, segir Jón Óskar Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Jón Óskar sýnir verk sín í Tveimur hröfnum á Baldursgötu. Yfirskrift sýningarinnar er Bender. Nokkur saga er á bak við það nafn. „Ég hef alltaf talið mig hafa tekið mynd af foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Þetta var alveg vonlaus mynd því þar sást ekki einu sinni í höfuð þeirra. Mér hefur samt alltaf fundist þessi mynd falleg og hef unnið fullt af ljósmyndum gegnum tíðina vegna áhrifa frá henni,“ segir Jón Óskar. „Fyrir þessa sýningu ákvað ég að skoða myndina og hafa hana jafnvel til sýnis. Ég fór í gegnum fjölskyldumyndaalbúm frá þessum tíma og engin mynd var horfin þaðan. Móðir mín kom alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég minntist á þessa mynd. Sennilega er þetta bara fölsk minning. Þá stend ég frammi fyrir því að það sem ég hef verið að sýsla í gegnum tíðina er kannski allt saman misskilningur. Á ensku má kalla þetta mindbender.“ Meðal verka á sýningunni er átján mynda röð af fígúrum, sem gerðar eru með þurrkuðum olíulit. „Ég hef alltaf verið að gera fígúrur, þær poppa alltaf upp hjá mér og ein fígúran heitir Bender. Á myndunum er líka gróður og svo má sjá glitta í kanínur sem eru að leggja undir sig landið,“ segir listamaðurinn.Fínn draumur Tvær risastórar garðamyndir eru áberandi á sýningunni. „Ég vaknaði einn morguninn við að einhver hrópaði: „Three star general in the garden!“ Það er ekki mjög þægileg tilfinning myndi maður halda að hafa herforingja í bakgarðinum. Samt var þetta fínn draumur og mér varð hugsað til kvennanna í hverfinu mínu: Siggu á Staðarhól, Guðrúnar blómakonu og Sigurbjargar frá Skipum sem voru herforingjar í sínum görðum. Þannig kviknaði hugmyndin að þessum myndum.“ Jón Óskar notaði olíu, kol og býflugnavax við gerð myndanna. „Það er býflugnavax í svo að segja öllum olíumálverkunum mínum.“Gaman á vinnustofunni Blaðamaður minnist þess að hafa heyrt Jón Óskar segja að hann væri ekki mikið fyrir opnanir. „Þegar það er opnun á sýningu þá koma kannski milli eitt og tvö hundruð manns og allir óska manni til hamingju en maður talar ekki við neinn. Samt er þetta allt ánægjulegt, en það eru engin samskipti. Auðvitað vil ég sýna en það er mikið stúss í kringum það. Skemmtilegast er að vera bara á vinnustofunni.“ Eiginkona Jóns Óskars er Hulda Hákon myndlistarkona og listamaðurinn er spurður hvort hann beri hugmyndir sínar undir hana. „Já, við erum dugleg að ræða hugmyndir hvort við annað. Við erum mjög ólík sem hefur hjálpað okkur mikið því að það væri flókið ef við værum að gera svipaða hluti. Þá væri viðkvæðið: Fyrirgefðu, en er það ekki ég sem átti hugmyndina að þessu verki? Við höfum getað notað hugmyndir hvort frá öðru. Stundum höfum við hreinlega gert sama verkið en samt er þar engin sjónræn tenging vegna þess að útfærslur okkar eru svo ólíkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira