Fótbolti

Barcelona vill breyta merki félagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Barcelona hefur haft sama merkið í 16 ár
Barcelona hefur haft sama merkið í 16 ár vísir/getty
Forráðamenn Barcelona ætla að breyta merki félagsins fyrir næstu leiktíð. Þetta yrði í 11. skipti sem merki félagsins er breytt í 119 ára sögu þess.

Aðal breytingin er sú að stafirnir FCB, sem standa fyrir Futbol Club Barcelona, verða teknir af merkinu. Þeir hafa staðið á merkinu í meira en 100 ár.

Merki félagsins hefur verið það sama í sextán ár, síðasta breyting var 2002. 

Barcelona er í efsta sæti La Liga deildarinnar á markatölu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Leeganes í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×