Upphitun: Pressan öll á Vettel Bragi Þórðarson skrifar 28. september 2018 22:45 Sebestian Vettel er með auga á titilbaráttunni vísir/getty Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira