Lífið

Ross og Rachel áttu aldrei að taka sér pásu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rachel og Ross enduðu síðan saman eftir allt.
Rachel og Ross enduðu síðan saman eftir allt.
Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega.

Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel.

Þrátt fyrir það að 14 ár eru liðin frá því að þættirnir hættu í sýningum en allir aðdáendur þáttanna muna vel eftir því þegar karakterarnir Ross og Rachel tóku sér pásu í sambandi sínu, og í kjölfarið hættu þau saman.

Kevin S. Bright einn af aðal framleiðendum þáttanna hefur nú sagt í fjölmiðlum að upphaflega áttu Ross og Rachel ekki að taka sér pásu.

„Þegar samband Ross og Rachel var skrifað var aldrei planið að þau myndu fara í þessa pásu í síðan hætta saman, það kom seinna,“ segir Bright.

„Við gerðum okkur vel grein fyrir því að aðdáendur þáttanna vildu ekki sjá þau hætta saman. Okkur fannst samt sem áður alveg frá fyrsta kossi milla þeirra að loftið væri svolítið farið úr þeirri blöðru,“ segir Bright í samtali við Metro.  Það hafi verið ástæðan fyrir því að Marta Kaufmann og David Crane höfundar þáttanna hafi ákveðið að slíta þeirra sambandi, þrátt fyrir að það hafi komið sem mikið sjokk fyrir áhorfendur.

„Mér hefur alltaf fundist þessi ákvörðun hafa verið algjör snilld. Þetta þurfti ákveðið hugrekki. Um leið og allir fengu það sem þeir vildu, að þau myndi byrja saman í ástarsambandi, var það tekið frá þeim. Það gerði enn sætara fyrir aðdáendur þegar þau síðan tóku saman aftur að lokum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×