„Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2024 11:31 Guðrún og Sæmundur komu að syni sínum látnum. Magnús Andri fell frá langt fyrir aldur fram vegna fíknar. Hann kemur frá góðu heimili og átti framtíðina fyrir sér en um er að ræða sjúkdóm sem erfitt er að ráða við. Foreldrar hans vilja að brugðist sé betur við þessum hópi en rætt var við þau í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Þau Sæmundur St. Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt kynntust í námi á Bifröst árið 2001. „Ég kem sem sagt með barn inn í sambandið en síðan árið 2003 fæðist Magnús Andri og síðan árið 2006 María Margrét,“ segir Guðrún en fjölskyldan flytur því næst í Mosfellsbæinn og þá næst upp á Akranes þar sem þau bjuggu í tólf ár. Þar gekk fjölskyldulífið vel, allt snerist um skólann, vini og íþróttir og öllum gekk vel og leið vel. „Svo líða árin og síðasta ár var mjög erfitt fyrir okkur fjölskylduna en Magnús Andri lést úr ofskömmtun,“ segir Sæmundur en fráfall hans gerðist hratt þó svo að vandamálið eigi sér mögulega lengri sögu. „Við tökum eftir að það er eitthvað í gangi þegar hann er fjórtán eða fimmtán ára. Þá kemur í ljós að hann er byrjaður að fikta við grasneyslu. Við ákváðum að flytja með hann í bæinn þar sem við héldum að hann væri í slæmum félagsskap. En hann var í raun svolítið frakkur og það var í raun hann sem var slæmi félagsskapurinn. Við héldum að þetta myndi lagast hér í bænum. Hann fer í Iðnskólinn í húsasmíði og var þar í eina önn, var ekki alveg að fíla þetta svo að hann fer í Borgarholtsskóla og er þar í eina önn og svo fer hann að vinna. Hann var hörkuduglegur og sá alltaf um sig sjálfur fjárhagslega,“ segir Guðrún. „Hann var duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan,“ segir Sæmundur. Magnús var glaður ungur drengur. Foreldrarnir taka eftir því þegar Magnús er um átján ára að það er einhver meiri neysla í gangi. Og neyslan náði honum strax. „Hann sagði það við okkur sjálfur,“ segir Guðrún en fljótlega var hann kominn í harðari efni. „Stuttu áður en hann lést var honum vísað af fíknigeðdeild og ég hafði samband við lögfræðing um að svifta hann sjálfræði og láta setja hann inn. En þó sviptum sjálfræði færi í gegn þá var ekkert vistunarúrræði. Það hefði því ekki breytt einu eða neinu,“ segir Sæmundur. Var ekki nægilega geðveikur „Ég vann í raun mjög lítið alveg síðustu tvö árin,“ segir Guðrún en þau hjónin gáfust aldrei upp á drengnum. Aðalumræðan á heimilinu hafi alltaf verið hvernig hægt væri að bjarga stráknum. „Ég hringdi á hverjum einasta degi í þrjá mánuði og talaði inn á símsvara á Hlaðgerðarkoti og gaf upp nafn hans og kennitölu til að reyna koma honum þar inn,“ segir Guðrún en þau fengu oft ráðleggingar að loka á hann en það var aldrei inni í myndinni. En svona voru síðustu dagar hans. „Í janúar átti hann pantað sjálfviljugur í meðferð, hann vildi fara og vildi snúa við blaðinu. Hann fer inn á fíknigeðdeild og er þar í tvær vikur og í kjölfarið fær hann strax inn á Vog. Fer þar út samdægurs beint inn á fíknigeðdeild aftur og þar er honum vísað út eftir nokkra daga og hann var rosalega ósáttur við það, hann vildi vera inni. Hann treysti sér ekki heim, hann var í það rosalegum fráhvörfum. Hann fékk að vera nokkra daga í viðbót, ég barðist fyrir því. Hann var ekki nægilega geðveikur til að vera þarna inni. Hann fer heim á mánudegi og byrjar að stunda fundi og fær sponsor. Hann var í raun rosalega ánægður miðað við allt og hann vildi virkilega, þó maður hafi séð hvað þetta var ógeðslega erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. „En svo gerist eitthvað þennan laugardag og við finnum hann á sunnudeginum, viku eftir að hann kemur út,“ segir Sæmundur og heldur áfram. „Það er ekki hægt að lýsa því að koma að syni sínum látnum. Ef einhver hugsar að það sé erfitt þá getur hann margfaldað það með svona hundrað milljónum og þá getur maður kannski ímyndað sér hvernig það er.“ Þau vilja ekki að aðrir foreldrar lendi í sömu stöðu. Styrktartónleikar til minningar um Magnús voru haldnir í Langholtskirkju í gær. Ísland í dag Fíkn Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Lífið Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Lífið samstarf „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fleiri fréttir Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Sjá meira
Foreldrar hans vilja að brugðist sé betur við þessum hópi en rætt var við þau í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Þau Sæmundur St. Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt kynntust í námi á Bifröst árið 2001. „Ég kem sem sagt með barn inn í sambandið en síðan árið 2003 fæðist Magnús Andri og síðan árið 2006 María Margrét,“ segir Guðrún en fjölskyldan flytur því næst í Mosfellsbæinn og þá næst upp á Akranes þar sem þau bjuggu í tólf ár. Þar gekk fjölskyldulífið vel, allt snerist um skólann, vini og íþróttir og öllum gekk vel og leið vel. „Svo líða árin og síðasta ár var mjög erfitt fyrir okkur fjölskylduna en Magnús Andri lést úr ofskömmtun,“ segir Sæmundur en fráfall hans gerðist hratt þó svo að vandamálið eigi sér mögulega lengri sögu. „Við tökum eftir að það er eitthvað í gangi þegar hann er fjórtán eða fimmtán ára. Þá kemur í ljós að hann er byrjaður að fikta við grasneyslu. Við ákváðum að flytja með hann í bæinn þar sem við héldum að hann væri í slæmum félagsskap. En hann var í raun svolítið frakkur og það var í raun hann sem var slæmi félagsskapurinn. Við héldum að þetta myndi lagast hér í bænum. Hann fer í Iðnskólinn í húsasmíði og var þar í eina önn, var ekki alveg að fíla þetta svo að hann fer í Borgarholtsskóla og er þar í eina önn og svo fer hann að vinna. Hann var hörkuduglegur og sá alltaf um sig sjálfur fjárhagslega,“ segir Guðrún. „Hann var duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan,“ segir Sæmundur. Magnús var glaður ungur drengur. Foreldrarnir taka eftir því þegar Magnús er um átján ára að það er einhver meiri neysla í gangi. Og neyslan náði honum strax. „Hann sagði það við okkur sjálfur,“ segir Guðrún en fljótlega var hann kominn í harðari efni. „Stuttu áður en hann lést var honum vísað af fíknigeðdeild og ég hafði samband við lögfræðing um að svifta hann sjálfræði og láta setja hann inn. En þó sviptum sjálfræði færi í gegn þá var ekkert vistunarúrræði. Það hefði því ekki breytt einu eða neinu,“ segir Sæmundur. Var ekki nægilega geðveikur „Ég vann í raun mjög lítið alveg síðustu tvö árin,“ segir Guðrún en þau hjónin gáfust aldrei upp á drengnum. Aðalumræðan á heimilinu hafi alltaf verið hvernig hægt væri að bjarga stráknum. „Ég hringdi á hverjum einasta degi í þrjá mánuði og talaði inn á símsvara á Hlaðgerðarkoti og gaf upp nafn hans og kennitölu til að reyna koma honum þar inn,“ segir Guðrún en þau fengu oft ráðleggingar að loka á hann en það var aldrei inni í myndinni. En svona voru síðustu dagar hans. „Í janúar átti hann pantað sjálfviljugur í meðferð, hann vildi fara og vildi snúa við blaðinu. Hann fer inn á fíknigeðdeild og er þar í tvær vikur og í kjölfarið fær hann strax inn á Vog. Fer þar út samdægurs beint inn á fíknigeðdeild aftur og þar er honum vísað út eftir nokkra daga og hann var rosalega ósáttur við það, hann vildi vera inni. Hann treysti sér ekki heim, hann var í það rosalegum fráhvörfum. Hann fékk að vera nokkra daga í viðbót, ég barðist fyrir því. Hann var ekki nægilega geðveikur til að vera þarna inni. Hann fer heim á mánudegi og byrjar að stunda fundi og fær sponsor. Hann var í raun rosalega ánægður miðað við allt og hann vildi virkilega, þó maður hafi séð hvað þetta var ógeðslega erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. „En svo gerist eitthvað þennan laugardag og við finnum hann á sunnudeginum, viku eftir að hann kemur út,“ segir Sæmundur og heldur áfram. „Það er ekki hægt að lýsa því að koma að syni sínum látnum. Ef einhver hugsar að það sé erfitt þá getur hann margfaldað það með svona hundrað milljónum og þá getur maður kannski ímyndað sér hvernig það er.“ Þau vilja ekki að aðrir foreldrar lendi í sömu stöðu. Styrktartónleikar til minningar um Magnús voru haldnir í Langholtskirkju í gær.
Ísland í dag Fíkn Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Lífið Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Lífið samstarf „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fleiri fréttir Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Sjá meira