Spieth í hættu á banni ef rigningin heldur áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. september 2018 07:30 Spieth með Tiger Woods. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir. Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira