Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2018 20:00 Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira