Innlent

7,2 milljarðar til framkvæmda við nýjan Landspítala

Atli Ísleifsson skrifar
Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórnin hyggst verja 7,2 milljörðum króna á næsta ári til framkvæmda við nýjan Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Ríkisstjórnin hyggst auka framlög til heilbrigðismála á árinu 2019 og vega framlög til byggingar nýs Landspítala þar þyngst, en einnig verður aukið fé lagt til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila.

„Hækkun framlaga til heilbrigðismála milli 2018 og 2019 nemur 12,6 milljörðum króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Einnig er verulega er aukið við framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála en þar nemur heildarhækkunin 13,3 ma.kr. að frátöldum launa- og verðlagshækkunum,,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.


Tengdar fréttir

Stefnt að 29 milljarða króna afgangi

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×