Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2018 21:30 Lars Løkke Rasmussen tekur sjálfu fyrir einn mótmælenda með Kim Kielsen á hina hlið. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15