Leclerc til Ferrari og Raikkonen til Sauber Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2018 06:00 Raikkonen er kominn til Sauber. vísir/getty Hinn tvítugi Mónakóbúi Charles Leclerc mun aka fyrir Ferrari á næsta tímabili. Charles mun skipta um sæti við Kimi Raikkonen sem fer frá þeim rauðklæddu yfir til Sauber. Raikkonen er síðasta ökumaðurinn til að vinna titil ökuþóra með Ferrari, það gerði Finninn árið 2007. Kimi skrifaði undir tveggja ára samning við Sauber liðið sem þýðir að Ísmaðurinn verður hjá liðinu til 40 ára aldurs. Raikkonen byrjaði feril sinn í Formúlu 1 hjá svissneska liðinu árið 2001. „Það er frábært að vera kominn aftur í liðið sem þetta byrjaði allt með,” sagði Kimi um liðaskiptin. Charles Leclerc hefur verið í Ferrari akademíunni síðastliðin ár og er himinlifandi með fréttirnar. „Draumar verða að veruleika,” sagði Mónakóbúinn á Twitter-síðu sinni í morgun. Leclerc minntist einnig á góðan vin sinn sem var einnig í akademíunni, Jules Bianchi sem lést árið 2015 eftir harðan árekstur í japanska kappakstrinum árið áður. Ferrari vonar að Charles verði næsta stjarna liðsins en fjölmargir ökumenn hafa hrósað aksturssstíl Leclerc. Hinn tvítugi Leclerc byrjaði í Formúlu 1 í vor eftir að hafa unnið titil í GP2 í fyrra. Hann hefur átt frábært tímabil til þessa með Sauber og verður gaman að sjá hann undir stýri í toppslagnum á næsta ári. Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hinn tvítugi Mónakóbúi Charles Leclerc mun aka fyrir Ferrari á næsta tímabili. Charles mun skipta um sæti við Kimi Raikkonen sem fer frá þeim rauðklæddu yfir til Sauber. Raikkonen er síðasta ökumaðurinn til að vinna titil ökuþóra með Ferrari, það gerði Finninn árið 2007. Kimi skrifaði undir tveggja ára samning við Sauber liðið sem þýðir að Ísmaðurinn verður hjá liðinu til 40 ára aldurs. Raikkonen byrjaði feril sinn í Formúlu 1 hjá svissneska liðinu árið 2001. „Það er frábært að vera kominn aftur í liðið sem þetta byrjaði allt með,” sagði Kimi um liðaskiptin. Charles Leclerc hefur verið í Ferrari akademíunni síðastliðin ár og er himinlifandi með fréttirnar. „Draumar verða að veruleika,” sagði Mónakóbúinn á Twitter-síðu sinni í morgun. Leclerc minntist einnig á góðan vin sinn sem var einnig í akademíunni, Jules Bianchi sem lést árið 2015 eftir harðan árekstur í japanska kappakstrinum árið áður. Ferrari vonar að Charles verði næsta stjarna liðsins en fjölmargir ökumenn hafa hrósað aksturssstíl Leclerc. Hinn tvítugi Leclerc byrjaði í Formúlu 1 í vor eftir að hafa unnið titil í GP2 í fyrra. Hann hefur átt frábært tímabil til þessa með Sauber og verður gaman að sjá hann undir stýri í toppslagnum á næsta ári.
Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira