Sport

Patriots veðjar á leikmann sem var ekki nógu góður fyrir lélegasta lið deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coleman er hæfileikaríkur en viðhorf hans hefur ekki þótt til eftirbreytni. Nú fær hann að kynnast alvöru aga hjá Bill Belichick.
Coleman er hæfileikaríkur en viðhorf hans hefur ekki þótt til eftirbreytni. Nú fær hann að kynnast alvöru aga hjá Bill Belichick. vísir/getty
Það er útherjakrísa hjá stórliði New England Patriots í NFL-deildinni en liðið var aðeins með þrjá slíka í hóp í fyrstu leikviku. Liðið hefur því ákveðið að taka áhugaverða áhættu.

Corey Coleman var valinn númer 15 í nýliðavalinu árið 2016 af Cleveland Browns en hefur aldrei staðið undir væntingum. Vandræðagemsi sem Browns ákvað að losa sig við fyrir nokkrum vikum. Hann var ekki nógu góður fyrir lélegasta lið deildarinnar sem vann ekki leik í fyrra.

Buffalo Bills, sem virðist ekkert geta lengur og tapaði 47-3 í fyrstu umferð, ákvað að fá hann til sín. Þar komst hann ekki í 53 manna hópinn en Bills varð engu að síður að greiða honum yfir 3 milljón dollara. Áhætta sem borgaði sig ekki.

Inn stígur eitt besta lið deildarinnar, New England Patriots, og gerir samning við Coleman. Eftir að  hafa mistekist hjá tveimur lélegum liðum er hann að fá tækifæri lífs síns.

New England hefur margoft gert kjúklingasalat úr kjúklingaskít og verður áhugavert að sjá hvort Coleman taki sig saman í andlitinu og nái að blómstra við hlið Tom Brady.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×