Lífið

Auður Íslands

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Andri Snær ætlar að kryfja loftslagsmálin til mergjar.
Andri Snær ætlar að kryfja loftslagsmálin til mergjar. Fréttablaðið/Anton Brink
Andri Snær Magnason rithöfundur, Helgi Björnsson jöklafræðingur og Árni Heiðar Karlsson tónlistarmaður verða gestir í Hannesarholti við Grundarstíg þann 2. október næstkomandi á samkomu sem hefst klukkan 20.

Það er fyrsti viðburður undir nýjum dagskrárlið í húsinu sem ber heitið Auður Íslands, þar sem litið verður til lands, þjóðar og tungu útfrá sjónarhornum náttúruvísinda, félagsvísinda og lista. Andri Snær Magnason ætlar að sjá um þrjú kvöld á haustönninni undir þessum hatti.

Kvöld Andra Snæs eru nokkurs konar þríleikur sem gengur undir heildarheitinu Tíminn og vatnið og fær til liðs við sig vísindamann og tónlistarmann hverju sinni. Þar gefur hann gestum innsýn í verk í vinnslu og blandar saman vísindum, minningum, goðafræði og viðtölum til að skilja mikilvægustu mál samtímans.

Kvöldið nefnist Tíminn og jöklarnir. Helgi Björnsson hefur verið prófessor í jarðvísindum við HÍ og er höfundur bókarinnar Jöklar á Íslandi. Árni Heiðar er meðal okkar virtustu djasspíanóleikurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.