Eldislax líkast til í Eyjafjarðará Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2018 06:00 Eins og sjá má á myndunum ber laxinn ytri merki þess að vera ekki villtur. Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira