Orban sakar ESB um að ætla að senda málaliða til Ungverjalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:04 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Vísir/AP Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði. Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði.
Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira