Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Fjölnir 0-1 | Fjölnir á lífi eftir sigur í Grindavík Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 16. september 2018 16:45 Will Daniels, leikmaður Grindavíkur. Fréttablaðið/Þórsteinn Fjölnir er enn á lífi í Pepsi-deildinni með gríðarlega mikilvægum útisigri á Grindavík í dag. Sigurinn var sanngjarn og heldur vonum Fjölnismanna á lífi um sæti í deildinni að ári. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þrjú dauðafæri á fyrstu fjórum mínútunum. Fyrst skaut Guðmundur Karl Guðmundsson framhjá af markteig, því næst skaut Ægir Jarl Jónasson í stöngina en í því þriðja tókst Valmir Berisha að koma boltanum í netið framhjá Kristijan Jajalo. Heimamenn voru lengi að taka við sér og réðu illa við pressu Fjölnismanna. Þeir sköpuðu sér varla færi í fyrri hálfleik og gestirnir voru í raun klaufar að ganga ekki frá leiknum fyrir hlé. Eftir leikhlé voru heimamenn sterkari en í fyrri hálfleiknum. Þeim gekk þó illa að skapa sér opin marktækifæri en hefðu vissulega getað skorað. Besta tækifæri þeirra fékk Elias Tamburini þegar hann slapp í gegnum vörn Fjölnis en skaut rétt framhjá markinu. Einhverjir Grindvíkingar vildu fá víti þegar Tamburini skaut en Pétur Guðmundsson dæmdi ekkert. Fjölnismenn héldu út og hefðu getað laumað inn marki í lokin sömuleiðis. Þeir fögnuðu 1-0 sigrinum gríðarlega og eru núna þremur stigum á eftir Víkingum í fallbaráttunni.Af hverju vann Fjölnir?Þeir voru miklu grimmari í dag og var augljóst að þeir höfðu meira að spila fyrir heldur en heimamenn. Byrjunin á leiknum sýndi að Fjölnismenn ætluðu sér ekkert annað en sigur hér í Grindavík í dag og þeir voru ákveðnari í öllum aðgerðum. Fjölnismenn hafa verið að fá á sig mörk í lok leikja og það hefur eflaust farið um Ólaf Pál á bekknum þegar líða fór á leikinn og staðan enn 1-0, sérstaklega þar sem gestirnir höfðu farið illa með færi í leiknum.Þessir stóðu upp úr:Hjá Fjölni var Guðmundur Karl Guðmundsson góður þó svo að aðeins hafi dregið af honum í síðari hálfleiknum. Hann fór fyrir liðinu með baráttu og krafti og hefði getað skorað í fyrri hálfleik þegar hann átti nokkrar ágætar tilraunir. Almarr Ormarsson var góður eins og svo oft áður og þá voru þeir Torfi Tímoteus og Hans Viktor öflugir saman í miðri vörninni. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti. Tamburini átti ágæta spretti og þá var Sam Hewson ágætur en liðið getur í heild sinni mikið betur en þeir sýndu í dag.Hvað gekk illa?Grindavík gekk illa að skapa sér færi og það virðist sem andstæðingar þeirra eigi frekar auðvelt með að sjá fyrir sóknaraðgerðir Suðurnesjamanna. Það vantaði Sító hjá Grindavík í dag og auðvitað munar um það en aðrir geta betur en þeir sýndu. Það hlýtur einnig að vera áhyggjuefni hjá Óla Stefáni þjálfara hversu illa liðið spilar í fyrri hálfleik leikja sinna og hann minntist sjálfur á það í viðtali eftir leikinn í dag.Hvað gerist næst?Fjölnir fær Breiðablik í heimsókn í Grafarvoginn um næstu helgi og þurfa annan sigur þar. Vinni þeir þann leik er allt orðið galopið í fallbaráttunni. Grindavík heldur norður á Akureyri og spilar við KA í leik tveggja liða sem berjast um að halda sér í efri hluta deildarinnar. Þau hafa að litlu öðru að keppa en það. Ólafur Páll: Okkar besti leikur í mjög langan tímaÓlafur Páll var ánægður með sína menn í dag.vísir/bára„Við leggjum þessa síðustu þrjá leiki núna sem lífsnauðsynlega og við þurftum að sigra í dag og það gekk eftir. Við þurftum að standa af okkur ágætis pressu frá þeim og það gekk eftir sömuleiðis. Þetta var okkar besti leikur í mjög langan tíma,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnismanna eftir sigurinn á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. „Það var kannski ekki liðsræðan en við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera, að setja pressu á þá í byrjun. Við vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk og við héldum þeim inni í leiknum. Við áttum að skora tvö mörk í viðbót sem við gerðum ekki og þar af leiðandi var þetta spennandi í lokin.“ Fyrsta pressa Fjölnismanna gekk vel í dag og heimamönnum gekk illa að spila boltanum út úr vörninni. „Við vissum að þeir vilja spila fótbolta út frá öftustu mönnum. Við fundum leiðir til að vinna boltann hátt uppi á vellinum og það gekk eitthvað aðeins. Við komum þeim kannski pínu á óvart með því,“ bætti Ólafur Páll við. Fyrir leikinn voru Fjölnismenn 5 stigum frá öruggu sæti í deildinni en nálguðust Víkinga með sigrinum í dag. „Það var lífsnauðsynlegt að ná í sigur og það hefði verið mjög þungt að fara héðan með ekki neitt eða eitt stig.“ Það kom eilítið á óvart að Birnir Snær Ingason byrjaði á bekknum hjá Fjölnismönnum í dag en hann er af mörgum talinn besti maður liðsins. „Hann hefur ekki staðið sig nægilega vel upp á síðkastið að mínu mati og það er ástæðan fyrir því að hann er á bekknum.“ Óli Stefán: Þeir svara já með eldmóð í augum en sýna það ekki í verkiÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Andri Marínó„Ég er fúll og svekktur og það kom mér á óvart því æfingavikan var góð og kröftug. Við vorum búnir að undirbúa það vel að við vorum að mæta liði sem þyrfti á öllu að halda og myndu gefa allt í leikinn. Það kom okkur ekki á óvart en það kom mér afskaplega á óvart hvernig við tókum á móti þeim,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur aðspurður um frammistöðu sinna manna í tapleiknum gegn Fjölni í dag. „Í fyrri hálfleik vorum við svo lélegir að við vorum heppnir að vera bara einu undir þá. Að þeir fái þrjú dauðafæri í upphafi lýsir hvernig við mætum í leikinn,“ bætti Óli Stefán við. Grindavík hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum til að halda sér í baráttunni um Evrópusæti en ekki nýtt það vel. Sama var uppi á teningunum í dag. „Þetta eru hugrakkir og flottir strákar sem ég er með og þegar ég legg fyrir þá spurninguna hvort þeir séu sigurvegarar og tilbúnir í þetta þá svara þeir já með eldmóð í augum. Svo sýna þeir í verki að þeir eru það ekki og ég er svekktur með það.“ Elias Tamburini slapp í gegn undir lok leiksins og náði skoti á markið sem fór framhjá. Einhverjir Grindvíkingar mótmæltu kröftuglega og vildu meina að ýtt hefði verið á bak Finnans knáa. Hvað fannst Óla Stefáni um það? „Af hverju ætti hann að detta þarna? Hann er einn á móti markmanni og fer ekki að detta niður. Hann er einn á móti markmanni og það hlýtur að hafa verið snerting. Pétur (Guðmundsson dómari) metur þetta svona og það er ekki við dómaratríóið að sakast að við töpuðum í dag.“ Grindavík er svo gott sem úr leik í Evrópubaráttunni og síðustu tveir leikirnir snúast um það að halda sér í efri hluta deildarinnar. „Það er bara sama vinna. Við verðum að einbeita okkur að frammistöðunni og það veldur mér áhyggjum að við höfum verið að byrja leikina illa. Gegn Blikum vorum við mjög lélegir í byrjun og sama hér. Það er eitthvað sem þarf að rýna, skoða undirbúninginn og kannski breyta eitthvað til.“ „Við leggjum kannski markmið næstu tveggja leika aðeins til hliðar og einbeitum okkur að frammistöðunni og þá sérstaklega hvernig við mætum til leiks,“ sagði Óli Stefán á endingu. Hewson: Margir sem léku undir getu í dagSam Hewson í leik með Grindavík.Vísir/daníel„Mér fannst þetta ekki góð frammistaða. Þeir vildu þetta meira og þeir sýndu það úti á velli í návígjunum. Við vildum ná í þrjú stig en við sýndum það ekki í dag,“ sagði miðjumaðurinn Sam Hewson í liði Grindavíkur eftir tapið gegn Fjölni á heimavelli í dag. Grindvíkingar sköpuðu sér lítið af færum í leiknum og voru sérstaklega slakir í fyrri háfleik þegar Fjölnismenn höfðu yfirburði úti á vellinum. „Mér fannst við óþolinmóðir, við urðum of spenntir með boltann. Margir okkar léku undir getu í dag og við þurfum að setja hausinn upp og horfast í augu við það að liðið spilaði ekki vel.“ Grindavík er svo gott sem úr leik í Evrópubaráttunni og Hewson sagði það afar svekkjandi. „Við vildum koma inn í þessa síðustu þrjá leiki og ná í þrjú stig í þeim öllum. Við þurfum að setja þennan leik aftur fyrir okkur og reyna að gera betur og ná í stig í næstu leikjum,“ sagði Hewson að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Páll: Okkar besti leikur í mjög langan tíma "Við leggjum þessa síðustu þrjá leiki upp sem lífsnauðsynlega og við þurftum að sigra í dag og það gekk eftir. Við þurftum að standa af okkur ágætis pressu frá þeim og það gekk eftir sömuleiðis. Þetta var okkar besti leikur í mjög langan tíma,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnismanna eftir sigurinn á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. 16. september 2018 16:30
Fjölnir er enn á lífi í Pepsi-deildinni með gríðarlega mikilvægum útisigri á Grindavík í dag. Sigurinn var sanngjarn og heldur vonum Fjölnismanna á lífi um sæti í deildinni að ári. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þrjú dauðafæri á fyrstu fjórum mínútunum. Fyrst skaut Guðmundur Karl Guðmundsson framhjá af markteig, því næst skaut Ægir Jarl Jónasson í stöngina en í því þriðja tókst Valmir Berisha að koma boltanum í netið framhjá Kristijan Jajalo. Heimamenn voru lengi að taka við sér og réðu illa við pressu Fjölnismanna. Þeir sköpuðu sér varla færi í fyrri hálfleik og gestirnir voru í raun klaufar að ganga ekki frá leiknum fyrir hlé. Eftir leikhlé voru heimamenn sterkari en í fyrri hálfleiknum. Þeim gekk þó illa að skapa sér opin marktækifæri en hefðu vissulega getað skorað. Besta tækifæri þeirra fékk Elias Tamburini þegar hann slapp í gegnum vörn Fjölnis en skaut rétt framhjá markinu. Einhverjir Grindvíkingar vildu fá víti þegar Tamburini skaut en Pétur Guðmundsson dæmdi ekkert. Fjölnismenn héldu út og hefðu getað laumað inn marki í lokin sömuleiðis. Þeir fögnuðu 1-0 sigrinum gríðarlega og eru núna þremur stigum á eftir Víkingum í fallbaráttunni.Af hverju vann Fjölnir?Þeir voru miklu grimmari í dag og var augljóst að þeir höfðu meira að spila fyrir heldur en heimamenn. Byrjunin á leiknum sýndi að Fjölnismenn ætluðu sér ekkert annað en sigur hér í Grindavík í dag og þeir voru ákveðnari í öllum aðgerðum. Fjölnismenn hafa verið að fá á sig mörk í lok leikja og það hefur eflaust farið um Ólaf Pál á bekknum þegar líða fór á leikinn og staðan enn 1-0, sérstaklega þar sem gestirnir höfðu farið illa með færi í leiknum.Þessir stóðu upp úr:Hjá Fjölni var Guðmundur Karl Guðmundsson góður þó svo að aðeins hafi dregið af honum í síðari hálfleiknum. Hann fór fyrir liðinu með baráttu og krafti og hefði getað skorað í fyrri hálfleik þegar hann átti nokkrar ágætar tilraunir. Almarr Ormarsson var góður eins og svo oft áður og þá voru þeir Torfi Tímoteus og Hans Viktor öflugir saman í miðri vörninni. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti. Tamburini átti ágæta spretti og þá var Sam Hewson ágætur en liðið getur í heild sinni mikið betur en þeir sýndu í dag.Hvað gekk illa?Grindavík gekk illa að skapa sér færi og það virðist sem andstæðingar þeirra eigi frekar auðvelt með að sjá fyrir sóknaraðgerðir Suðurnesjamanna. Það vantaði Sító hjá Grindavík í dag og auðvitað munar um það en aðrir geta betur en þeir sýndu. Það hlýtur einnig að vera áhyggjuefni hjá Óla Stefáni þjálfara hversu illa liðið spilar í fyrri hálfleik leikja sinna og hann minntist sjálfur á það í viðtali eftir leikinn í dag.Hvað gerist næst?Fjölnir fær Breiðablik í heimsókn í Grafarvoginn um næstu helgi og þurfa annan sigur þar. Vinni þeir þann leik er allt orðið galopið í fallbaráttunni. Grindavík heldur norður á Akureyri og spilar við KA í leik tveggja liða sem berjast um að halda sér í efri hluta deildarinnar. Þau hafa að litlu öðru að keppa en það. Ólafur Páll: Okkar besti leikur í mjög langan tímaÓlafur Páll var ánægður með sína menn í dag.vísir/bára„Við leggjum þessa síðustu þrjá leiki núna sem lífsnauðsynlega og við þurftum að sigra í dag og það gekk eftir. Við þurftum að standa af okkur ágætis pressu frá þeim og það gekk eftir sömuleiðis. Þetta var okkar besti leikur í mjög langan tíma,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnismanna eftir sigurinn á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. „Það var kannski ekki liðsræðan en við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera, að setja pressu á þá í byrjun. Við vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk og við héldum þeim inni í leiknum. Við áttum að skora tvö mörk í viðbót sem við gerðum ekki og þar af leiðandi var þetta spennandi í lokin.“ Fyrsta pressa Fjölnismanna gekk vel í dag og heimamönnum gekk illa að spila boltanum út úr vörninni. „Við vissum að þeir vilja spila fótbolta út frá öftustu mönnum. Við fundum leiðir til að vinna boltann hátt uppi á vellinum og það gekk eitthvað aðeins. Við komum þeim kannski pínu á óvart með því,“ bætti Ólafur Páll við. Fyrir leikinn voru Fjölnismenn 5 stigum frá öruggu sæti í deildinni en nálguðust Víkinga með sigrinum í dag. „Það var lífsnauðsynlegt að ná í sigur og það hefði verið mjög þungt að fara héðan með ekki neitt eða eitt stig.“ Það kom eilítið á óvart að Birnir Snær Ingason byrjaði á bekknum hjá Fjölnismönnum í dag en hann er af mörgum talinn besti maður liðsins. „Hann hefur ekki staðið sig nægilega vel upp á síðkastið að mínu mati og það er ástæðan fyrir því að hann er á bekknum.“ Óli Stefán: Þeir svara já með eldmóð í augum en sýna það ekki í verkiÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Andri Marínó„Ég er fúll og svekktur og það kom mér á óvart því æfingavikan var góð og kröftug. Við vorum búnir að undirbúa það vel að við vorum að mæta liði sem þyrfti á öllu að halda og myndu gefa allt í leikinn. Það kom okkur ekki á óvart en það kom mér afskaplega á óvart hvernig við tókum á móti þeim,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur aðspurður um frammistöðu sinna manna í tapleiknum gegn Fjölni í dag. „Í fyrri hálfleik vorum við svo lélegir að við vorum heppnir að vera bara einu undir þá. Að þeir fái þrjú dauðafæri í upphafi lýsir hvernig við mætum í leikinn,“ bætti Óli Stefán við. Grindavík hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum til að halda sér í baráttunni um Evrópusæti en ekki nýtt það vel. Sama var uppi á teningunum í dag. „Þetta eru hugrakkir og flottir strákar sem ég er með og þegar ég legg fyrir þá spurninguna hvort þeir séu sigurvegarar og tilbúnir í þetta þá svara þeir já með eldmóð í augum. Svo sýna þeir í verki að þeir eru það ekki og ég er svekktur með það.“ Elias Tamburini slapp í gegn undir lok leiksins og náði skoti á markið sem fór framhjá. Einhverjir Grindvíkingar mótmæltu kröftuglega og vildu meina að ýtt hefði verið á bak Finnans knáa. Hvað fannst Óla Stefáni um það? „Af hverju ætti hann að detta þarna? Hann er einn á móti markmanni og fer ekki að detta niður. Hann er einn á móti markmanni og það hlýtur að hafa verið snerting. Pétur (Guðmundsson dómari) metur þetta svona og það er ekki við dómaratríóið að sakast að við töpuðum í dag.“ Grindavík er svo gott sem úr leik í Evrópubaráttunni og síðustu tveir leikirnir snúast um það að halda sér í efri hluta deildarinnar. „Það er bara sama vinna. Við verðum að einbeita okkur að frammistöðunni og það veldur mér áhyggjum að við höfum verið að byrja leikina illa. Gegn Blikum vorum við mjög lélegir í byrjun og sama hér. Það er eitthvað sem þarf að rýna, skoða undirbúninginn og kannski breyta eitthvað til.“ „Við leggjum kannski markmið næstu tveggja leika aðeins til hliðar og einbeitum okkur að frammistöðunni og þá sérstaklega hvernig við mætum til leiks,“ sagði Óli Stefán á endingu. Hewson: Margir sem léku undir getu í dagSam Hewson í leik með Grindavík.Vísir/daníel„Mér fannst þetta ekki góð frammistaða. Þeir vildu þetta meira og þeir sýndu það úti á velli í návígjunum. Við vildum ná í þrjú stig en við sýndum það ekki í dag,“ sagði miðjumaðurinn Sam Hewson í liði Grindavíkur eftir tapið gegn Fjölni á heimavelli í dag. Grindvíkingar sköpuðu sér lítið af færum í leiknum og voru sérstaklega slakir í fyrri háfleik þegar Fjölnismenn höfðu yfirburði úti á vellinum. „Mér fannst við óþolinmóðir, við urðum of spenntir með boltann. Margir okkar léku undir getu í dag og við þurfum að setja hausinn upp og horfast í augu við það að liðið spilaði ekki vel.“ Grindavík er svo gott sem úr leik í Evrópubaráttunni og Hewson sagði það afar svekkjandi. „Við vildum koma inn í þessa síðustu þrjá leiki og ná í þrjú stig í þeim öllum. Við þurfum að setja þennan leik aftur fyrir okkur og reyna að gera betur og ná í stig í næstu leikjum,“ sagði Hewson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Páll: Okkar besti leikur í mjög langan tíma "Við leggjum þessa síðustu þrjá leiki upp sem lífsnauðsynlega og við þurftum að sigra í dag og það gekk eftir. Við þurftum að standa af okkur ágætis pressu frá þeim og það gekk eftir sömuleiðis. Þetta var okkar besti leikur í mjög langan tíma,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnismanna eftir sigurinn á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. 16. september 2018 16:30
Ólafur Páll: Okkar besti leikur í mjög langan tíma "Við leggjum þessa síðustu þrjá leiki upp sem lífsnauðsynlega og við þurftum að sigra í dag og það gekk eftir. Við þurftum að standa af okkur ágætis pressu frá þeim og það gekk eftir sömuleiðis. Þetta var okkar besti leikur í mjög langan tíma,“ sagði Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnismanna eftir sigurinn á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. 16. september 2018 16:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti