Innlent

Fljúgandi lömb í Hrunaréttum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Lömbin komu fljúgandi inn í réttirnar í morgun þegar þau voru rekin inn í almenninginn.
Lömbin komu fljúgandi inn í réttirnar í morgun þegar þau voru rekin inn í almenninginn. Vísir/MHH

Góð stemming var í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi í morgun í björtu og fallegu veðri. Um 3.500 fjár voru í réttunum, auk mikils mannfjölda sem sá um að draga féð í dilka eða fylgjast með réttarstörfum.



Skaftárréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru líka í dag og í fyrramálið kl. 09:00 hefjast Skeiðaréttir. Fjallkóngur Hrunamanna er sáttur við lömbin.



„Já, þau eru bara fín, auðvitað er smátt innan um en annars líst mér vel á þau. Fjallferðin gekk mjög vel enda fengum við frábært veður alla dagana, það gerist varla betra,“ segir Jón Bjarnason frá Skipholti.



Hann var að fara í sína fyrstu ferð á fjall sem fjallkóngur. Fjallkóngur er sá sem stýrir leitunum, verkstjóri sem segir leitarmönnum hvert þeir eiga að fara.

Fjallkóngur Hrunamanna segir lömbin almennt líta vel út eftir að hafa verið á afrétti í sumar.Vísir/MHH
Um 3.500 fjár voru í Hrunaréttum.Vísir/MHH
Jón Bjarnason var að fara í sínar fyrstu leitir sem fjallkóngur. Hann segir veðrið hafa verið frábært alla dagana á fjalli.Vísir/MHH
Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, mætti í réttirnar með frænda sínum. Hannes var í sveit í Hrunamannahreppi til margra ára.Vísir/MHH
Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, mætir alltaf í Hrunaréttir.Vísir/MHH
Það fór vel á með Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu og Elsu Ingjaldsdóttur, eiginkonu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, í réttunum þegar þau spjölluðu við heimamenn.Vísir/MHH
Krakkar eru duglegir að draga í réttum og gefa ekkert eftir í þeim efnum.Vísir/MHH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×