Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 15. september 2018 23:30 Stjarnan er bikarmeistari. vísir/daníel Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. Haraldur Björnsson var hetja Stjörnumanna í vítaspyrnukeppninni. Hann varði frábærlega vítaspyrnu Arnórs Gauta Ragnarssonar auk þess sem Oliver Sigurjónsson skaut sinni spyrnu yfir. Stjarnan skoraði hins vegar úr sínum spyrnum og Eyjólfur Héðinsson tryggði sigurinn þegar hann skoraði úr þeirri fjörðu. Leikurinn var ágæt skemmtun en fór afskaplega rólega af stað. Blikar komu á óvart og stilltu upp með þrjá miðverði þar sem Elfar Freyr Helgason kom inn við hlið þeirra Viktors Arnar Margeirssonar og Damir Muminovic. Hjá Stjörnunni kom lítið á óvart en helst þó að Jósef Kristinn Jósefsson var settur á bekkinn og Jóhann Laxdal kom inn í hægri bakvörðinn.Rólegur fyrri hálfleikurBaráttan var mikil í kvöldVísir/DaníelLiðin áttu í erfiðleikum með að ná almennilegu spili í byrjun og voru helst í því að láta boltann ganga leikmanna á milli í öftustu víglínu. Jonathan Hendrickx var mikið í baráttunni og í tví- eða þrígang þurfti að hlúa að honum vegna meiðsla. Varnir beggja liða voru afar traustar og þó svo að aðeins hafi lifnað yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn var lítið um almennileg færi. Besta og í raun eina opna færi hálfleiksins kom í uppbótartíma. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti þá frábæra fyrirgjöf inn á Baldur Sigurðsson sem átti gott skot en Gunnleifur Gunnleifsson varði frábærlega. Staðan í hálfleik 0-0 og í raun lítið annað í stöðunni en að vonast eftir fjörugri síðari hálfleik. Sú varð raunin. Blikar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu fínt færi þegar Haraldur Björnsson markvörður Garðbæinga fór í skógarhlaup og Davíð Kristján Ólafsson fékk skotfæri í teignum. Það kom hins vegar lítið á óvart að Jóhann Laxdal var sá sem fórnaði sér fyrir boltann og bjargaði sínum mönnum. Breiðablik hélt áfram að pressa á Stjörnumenn og það hafði lítil áhrif á þá grænklæddu að bæði Andri Rafn Yeoman og Elfar Freyr Helgason þurftu að fara af velli vegna meimðsla. Thomas Mikkelsen fékk dauðafæri þegar hann vann einvígi við Brynjar Gauta Guðjónsson fyrir framan teiginn. Haraldur varði hins vegar frábærlega frá Dananum.Stjarnan tekur yfirhöndinaStjörnumenn ógnuðu lítið fyrsta hálftíma síðari hálfleiksins en fóru svo að sækja í sig veðrið. Guðjón Baldvinsson fór illa með dauðafæri og Blikar virtust aðeins fara inn í skelina siðustu 15 mínúturnar. Á lokasekúndum venjulegs leiktíma skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson með skalla en markið var dæmt af réttilega vegna rangstöðu. Það mátti vart tæpara standa en að öllum líkindum réttur dómur hjá Eðvarð Eðvarðssyni aðstoðaðardómara. Því var ljóst að það þyrfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn og fengu færi til að klára leikinn. Það virtist verulega dregið af Blikum og líkt og þeir biðu eftir að komast í vítaspyrnukeppnina. Stjörnumenn vildu fá víti í seinni hluta framlengingar þegar Guðmundur Steinn féll í teignum en góður dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, dæmdi ekkert. Á lokasekúndum framlengingar fengu Stjörnumenn svo dauðafæri. Fyrst átti Ævar Ingi Jóhannesson skalla sem Gunnleifur Gunnleifsson varði frábærlega og Sölvi Snær Guðbjargarson setti frákastið svo í utanverða stöngina. Ískaldir Garðbæingar í vítaspyrnukeppninniÞórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar með bikarinnVítaspyrnukeppnin var svo heldur betur dramatísk. Bæði lið byrjuðu á að skora og Stjörnumenn gerðu slíkt hið sama úr sinni annarri spyrnu. Þá komu tvö klikk frá Blikum. Fyrst skaut Oliver Sigurjónsson yfir markið og í næstu spyrnu varði Haraldur Björnsson frábærlega frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Hilmar Árni Halldórsson skoraði af miklu öryggi úr þriðju spyrnu Garðbæinga og Eyjólfur Héðinsson tryggði svo Stjörnunni sinn annar bikarmeistaratitil í sögunni þegar hann skoraði úr fjórðu spyrnu þeirra og allt trylltist hjá Silfurskeiðinni í stúkunni. Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirraÞórarinn Ingi Valdimarsson fer fram hjá Viktori Erni Margeirssyni varnarmanni Blika.vísir/daníelHaraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. „Ég hef einu sinni farið í vítaspyrnukeppni áður í svona leik, ég held bara aldrei svona stórum leik. Maður var bara að taka því eins og það gerðist. Þetta var skrítið fyrirkomulag þetta ABBA, fá tvær spyrnur í röð. Við börðumst eins og ljón. Það voru erfiðar aðstæður, smá rigning og vindur en bara geggjað, algjörlega geggjað.” Haraldur átti stóran þátt í sigri Garðbæingana, hann átti nokkrar frábærar vörslur í venjulegum leiktíma. Mikilvægasta sem hann gerði í leiknum var þó eflaust þegar hann varði frá Arnóri Gauta Ragnarssyni framherja Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni.” Varstu búinn að undirbúa þig sérstaklega fyrir vítaspyrnur? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gleymdi ég að skoða vítaspyrnukeppnina þeirra á móti Ólafsvík. Fjalar (Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar) skrifaði það á flöskuna mína og það eiginlega skóp það. Ég vissi hvar svona þeir myndu fara og það hjálpaði mikið til,” sagði Haraldur aðspurður hvort hann hafi undirbúið sig eitthvað sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppni. Stuðningsmennirnir hérna uppi í stúku gjörsamlega frábærir, hvernig verður fagnað Garðabænum í kvöld? „Ég veit það ekki, kannski einn kaldur þar sem við eigum mjög mikilvægan leik á miðvikudaginn og við verðum náttúrulega að undirbúa okkur fyrir það, við erum í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þannig að það gerist ekki betra” Stjarnan á leik gegn KA í Garðabænum á miðvikudaginn en Stjarnan situr í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig, einu stig á eftir Val. Einungis þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli.Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnarStjörnumenn fagna í leikslokvísir/daníel„Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en bæði lið fengu þó færi til að skora áður en kom að vítakeppninni. "Við fengum stórhættuleg færi í blálokin, reyndar þeir líka þar sem Halli varði hérna tvisvar sinnum frábærlega. Þetta var sigur liðsheildar, baráttu og þreks. Við erum búnir að æfa hrikalega vel í ár og í vetur, þessir strákar eru búnir að leggja mikið á sig og þeir uppskáru svo sannarlega í dag,” sagði Rúnar strax eftir leik. „Haraldur var frábær í dag og varði hérna tvisvar á mikilvægum augnablikum og Gulli hélt þeim inni í leiknum með frábærum markvörslum,” sagði Rúnar aðspurður um frammistöðu markmannana tveggja í dag. „Mér fannst við svona heilt yfir betra liðið í dag, áttum þetta svo sannarlega skilið. Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega ánægður með þetta, þetta er stórt skref að fá bikarinn inn í Garðarbæinn í fyrsta skipti. Félagið er búið að bíða lengi eftir þessu og strákarnir. Þetta er þvílík gleði og við færum gleði inn í Garðabæinn í kvöld og næstu vikurnar,” sagði Rúnar um leik kvöldsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar en þeir komist tvisvar áður komist í úrslitaleikinn. Fyrst árið 2012 þar sem þeir töpuðu 2-1 gegn KR, svo töpuðu þeir aftur í úrslitaleiknum einungis ári seinna, þá gegn Fram í vítaspyrnukeppni.Ágúst: Leikmennirnir mínir stóðu sig frábærlegaÁgúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir tapið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta gerist varla sárara en þetta en ég vill byrja á að óska Stjörnumönnum til hamingju, það var barátta í þessu undir lokin og þetta endar í vítakeppni sem er bara 50/50. En leikmennirnir mínir stóðu sig frábærlega vel, stuðningsmennirnir líka og þetta var bara svekkjandi.” Leikurinn var rólegur til að byrja með en færin komu í síðari hálfleik og í framlengingunni. „Já það opnaðist aðeins, við stjórnuðum leiknum fannst mér í svona áttatíu mínútur og sköpuðum kannski ekki mikið af færum en héldum boltanum ágætlega og Stjörnumennirnir komu svo aðeins með löngu boltana sína inn í teig hjá okkur og sköpuðu hættu. Svo var bara ein mínúta eftir og þá nær hann að verja eins og ég veit ekki hvað." "Það voru fullt af augnablikum í þessum leik. Í seinni hluta framlengingarinnar lá Stjarnan dálítið á okkur og við vorum að beita skyndisóknum. Fúlt að tapa þessu svona í vítakeppni en svona er þetta.” Blikar þurftu að gera þrjár breytingar á liði sínu í leiknum vegna meiðsla og riðlaði það þeirra skipulagi „Já við fórum úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og aftur í 3-4-3. Þannig að þetta var dálítið fram og tilbaka, dálítil ringulreið. En við náðum að spila leikinn í 120 mínútur og nokkuð vel fannst mér og svo ræðst þetta í vítakeppni sem að maður veit aldrei hvernig fer.”Daníel: Ég hleyp í burtu þegar hann velur vítaskytturDaníel Laxdal miðvörður Stjörnunnar spilaði frábærlega í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann var spenntur fyrir að fagna titlinum í kvöld þegar hann var tekinn í viðtal eftir leikinn. „Þetta var mjög sérstakt, að fara alla leið í vítakeppni. Að klára þetta þannig er geggjað fyrir okkur en það er ömurlegt að tapa í vító, ég væri ekki til í það sjálfur.” Þú hefur ekkert verið að setja pressu á Rúnar að fá að taka víti? „Nei ég hleyp alltaf frá þegar hann er að velja, ég er ekki góður í því," bætti Daníel við brosandi en hann og Jóhann bróðir hans spiluðu saman í vörn Garðbæinga í kvöld Markmenn beggja liða áttu nokkrar frábærar vörslur í kvöld. „Já hann varði vel þarna nokkrum sinnum og Halli líka hjá okkur fannst mér. Þetta var svona leikur þar sem menn voru ekki að nýta færin.” Daníel sagði að það yrði fagnað í kvöld. „Já við verðum að njóta þess að vera bikarmeistarar og fagna,” sagði Daníel aðspurður um hvort titlinum yrði ekki fagnað í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnar "Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. 15. september 2018 23:03 Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13
Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. Haraldur Björnsson var hetja Stjörnumanna í vítaspyrnukeppninni. Hann varði frábærlega vítaspyrnu Arnórs Gauta Ragnarssonar auk þess sem Oliver Sigurjónsson skaut sinni spyrnu yfir. Stjarnan skoraði hins vegar úr sínum spyrnum og Eyjólfur Héðinsson tryggði sigurinn þegar hann skoraði úr þeirri fjörðu. Leikurinn var ágæt skemmtun en fór afskaplega rólega af stað. Blikar komu á óvart og stilltu upp með þrjá miðverði þar sem Elfar Freyr Helgason kom inn við hlið þeirra Viktors Arnar Margeirssonar og Damir Muminovic. Hjá Stjörnunni kom lítið á óvart en helst þó að Jósef Kristinn Jósefsson var settur á bekkinn og Jóhann Laxdal kom inn í hægri bakvörðinn.Rólegur fyrri hálfleikurBaráttan var mikil í kvöldVísir/DaníelLiðin áttu í erfiðleikum með að ná almennilegu spili í byrjun og voru helst í því að láta boltann ganga leikmanna á milli í öftustu víglínu. Jonathan Hendrickx var mikið í baráttunni og í tví- eða þrígang þurfti að hlúa að honum vegna meiðsla. Varnir beggja liða voru afar traustar og þó svo að aðeins hafi lifnað yfir leiknum þegar leið á hálfleikinn var lítið um almennileg færi. Besta og í raun eina opna færi hálfleiksins kom í uppbótartíma. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti þá frábæra fyrirgjöf inn á Baldur Sigurðsson sem átti gott skot en Gunnleifur Gunnleifsson varði frábærlega. Staðan í hálfleik 0-0 og í raun lítið annað í stöðunni en að vonast eftir fjörugri síðari hálfleik. Sú varð raunin. Blikar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu fínt færi þegar Haraldur Björnsson markvörður Garðbæinga fór í skógarhlaup og Davíð Kristján Ólafsson fékk skotfæri í teignum. Það kom hins vegar lítið á óvart að Jóhann Laxdal var sá sem fórnaði sér fyrir boltann og bjargaði sínum mönnum. Breiðablik hélt áfram að pressa á Stjörnumenn og það hafði lítil áhrif á þá grænklæddu að bæði Andri Rafn Yeoman og Elfar Freyr Helgason þurftu að fara af velli vegna meimðsla. Thomas Mikkelsen fékk dauðafæri þegar hann vann einvígi við Brynjar Gauta Guðjónsson fyrir framan teiginn. Haraldur varði hins vegar frábærlega frá Dananum.Stjarnan tekur yfirhöndinaStjörnumenn ógnuðu lítið fyrsta hálftíma síðari hálfleiksins en fóru svo að sækja í sig veðrið. Guðjón Baldvinsson fór illa með dauðafæri og Blikar virtust aðeins fara inn í skelina siðustu 15 mínúturnar. Á lokasekúndum venjulegs leiktíma skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson með skalla en markið var dæmt af réttilega vegna rangstöðu. Það mátti vart tæpara standa en að öllum líkindum réttur dómur hjá Eðvarð Eðvarðssyni aðstoðaðardómara. Því var ljóst að það þyrfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi. Stjörnumenn voru sterkari aðilinn og fengu færi til að klára leikinn. Það virtist verulega dregið af Blikum og líkt og þeir biðu eftir að komast í vítaspyrnukeppnina. Stjörnumenn vildu fá víti í seinni hluta framlengingar þegar Guðmundur Steinn féll í teignum en góður dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, dæmdi ekkert. Á lokasekúndum framlengingar fengu Stjörnumenn svo dauðafæri. Fyrst átti Ævar Ingi Jóhannesson skalla sem Gunnleifur Gunnleifsson varði frábærlega og Sölvi Snær Guðbjargarson setti frákastið svo í utanverða stöngina. Ískaldir Garðbæingar í vítaspyrnukeppninniÞórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar með bikarinnVítaspyrnukeppnin var svo heldur betur dramatísk. Bæði lið byrjuðu á að skora og Stjörnumenn gerðu slíkt hið sama úr sinni annarri spyrnu. Þá komu tvö klikk frá Blikum. Fyrst skaut Oliver Sigurjónsson yfir markið og í næstu spyrnu varði Haraldur Björnsson frábærlega frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Hilmar Árni Halldórsson skoraði af miklu öryggi úr þriðju spyrnu Garðbæinga og Eyjólfur Héðinsson tryggði svo Stjörnunni sinn annar bikarmeistaratitil í sögunni þegar hann skoraði úr fjórðu spyrnu þeirra og allt trylltist hjá Silfurskeiðinni í stúkunni. Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirraÞórarinn Ingi Valdimarsson fer fram hjá Viktori Erni Margeirssyni varnarmanni Blika.vísir/daníelHaraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. „Ég hef einu sinni farið í vítaspyrnukeppni áður í svona leik, ég held bara aldrei svona stórum leik. Maður var bara að taka því eins og það gerðist. Þetta var skrítið fyrirkomulag þetta ABBA, fá tvær spyrnur í röð. Við börðumst eins og ljón. Það voru erfiðar aðstæður, smá rigning og vindur en bara geggjað, algjörlega geggjað.” Haraldur átti stóran þátt í sigri Garðbæingana, hann átti nokkrar frábærar vörslur í venjulegum leiktíma. Mikilvægasta sem hann gerði í leiknum var þó eflaust þegar hann varði frá Arnóri Gauta Ragnarssyni framherja Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni.” Varstu búinn að undirbúa þig sérstaklega fyrir vítaspyrnur? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gleymdi ég að skoða vítaspyrnukeppnina þeirra á móti Ólafsvík. Fjalar (Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar) skrifaði það á flöskuna mína og það eiginlega skóp það. Ég vissi hvar svona þeir myndu fara og það hjálpaði mikið til,” sagði Haraldur aðspurður hvort hann hafi undirbúið sig eitthvað sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppni. Stuðningsmennirnir hérna uppi í stúku gjörsamlega frábærir, hvernig verður fagnað Garðabænum í kvöld? „Ég veit það ekki, kannski einn kaldur þar sem við eigum mjög mikilvægan leik á miðvikudaginn og við verðum náttúrulega að undirbúa okkur fyrir það, við erum í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þannig að það gerist ekki betra” Stjarnan á leik gegn KA í Garðabænum á miðvikudaginn en Stjarnan situr í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig, einu stig á eftir Val. Einungis þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli.Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnarStjörnumenn fagna í leikslokvísir/daníel„Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en bæði lið fengu þó færi til að skora áður en kom að vítakeppninni. "Við fengum stórhættuleg færi í blálokin, reyndar þeir líka þar sem Halli varði hérna tvisvar sinnum frábærlega. Þetta var sigur liðsheildar, baráttu og þreks. Við erum búnir að æfa hrikalega vel í ár og í vetur, þessir strákar eru búnir að leggja mikið á sig og þeir uppskáru svo sannarlega í dag,” sagði Rúnar strax eftir leik. „Haraldur var frábær í dag og varði hérna tvisvar á mikilvægum augnablikum og Gulli hélt þeim inni í leiknum með frábærum markvörslum,” sagði Rúnar aðspurður um frammistöðu markmannana tveggja í dag. „Mér fannst við svona heilt yfir betra liðið í dag, áttum þetta svo sannarlega skilið. Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega ánægður með þetta, þetta er stórt skref að fá bikarinn inn í Garðarbæinn í fyrsta skipti. Félagið er búið að bíða lengi eftir þessu og strákarnir. Þetta er þvílík gleði og við færum gleði inn í Garðabæinn í kvöld og næstu vikurnar,” sagði Rúnar um leik kvöldsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar en þeir komist tvisvar áður komist í úrslitaleikinn. Fyrst árið 2012 þar sem þeir töpuðu 2-1 gegn KR, svo töpuðu þeir aftur í úrslitaleiknum einungis ári seinna, þá gegn Fram í vítaspyrnukeppni.Ágúst: Leikmennirnir mínir stóðu sig frábærlegaÁgúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir tapið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta gerist varla sárara en þetta en ég vill byrja á að óska Stjörnumönnum til hamingju, það var barátta í þessu undir lokin og þetta endar í vítakeppni sem er bara 50/50. En leikmennirnir mínir stóðu sig frábærlega vel, stuðningsmennirnir líka og þetta var bara svekkjandi.” Leikurinn var rólegur til að byrja með en færin komu í síðari hálfleik og í framlengingunni. „Já það opnaðist aðeins, við stjórnuðum leiknum fannst mér í svona áttatíu mínútur og sköpuðum kannski ekki mikið af færum en héldum boltanum ágætlega og Stjörnumennirnir komu svo aðeins með löngu boltana sína inn í teig hjá okkur og sköpuðu hættu. Svo var bara ein mínúta eftir og þá nær hann að verja eins og ég veit ekki hvað." "Það voru fullt af augnablikum í þessum leik. Í seinni hluta framlengingarinnar lá Stjarnan dálítið á okkur og við vorum að beita skyndisóknum. Fúlt að tapa þessu svona í vítakeppni en svona er þetta.” Blikar þurftu að gera þrjár breytingar á liði sínu í leiknum vegna meiðsla og riðlaði það þeirra skipulagi „Já við fórum úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og aftur í 3-4-3. Þannig að þetta var dálítið fram og tilbaka, dálítil ringulreið. En við náðum að spila leikinn í 120 mínútur og nokkuð vel fannst mér og svo ræðst þetta í vítakeppni sem að maður veit aldrei hvernig fer.”Daníel: Ég hleyp í burtu þegar hann velur vítaskytturDaníel Laxdal miðvörður Stjörnunnar spilaði frábærlega í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann var spenntur fyrir að fagna titlinum í kvöld þegar hann var tekinn í viðtal eftir leikinn. „Þetta var mjög sérstakt, að fara alla leið í vítakeppni. Að klára þetta þannig er geggjað fyrir okkur en það er ömurlegt að tapa í vító, ég væri ekki til í það sjálfur.” Þú hefur ekkert verið að setja pressu á Rúnar að fá að taka víti? „Nei ég hleyp alltaf frá þegar hann er að velja, ég er ekki góður í því," bætti Daníel við brosandi en hann og Jóhann bróðir hans spiluðu saman í vörn Garðbæinga í kvöld Markmenn beggja liða áttu nokkrar frábærar vörslur í kvöld. „Já hann varði vel þarna nokkrum sinnum og Halli líka hjá okkur fannst mér. Þetta var svona leikur þar sem menn voru ekki að nýta færin.” Daníel sagði að það yrði fagnað í kvöld. „Já við verðum að njóta þess að vera bikarmeistarar og fagna,” sagði Daníel aðspurður um hvort titlinum yrði ekki fagnað í Garðabænum í kvöld.
Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnar "Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. 15. september 2018 23:03 Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13
Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52
Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnar "Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. 15. september 2018 23:03
Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti