Innlent

Glussi stöðvaði flugumferð í skamman tíma

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst átta flugvélum var flogið í hringi yfir Reykjanesi á meðan glussinn var þrifinn.
Minnst átta flugvélum var flogið í hringi yfir Reykjanesi á meðan glussinn var þrifinn. Mynd/Flightradar24
Stöðva þurfti lendingar á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Það var gert eftir að glussi lak úr einni flugvél sem lent hafði verið á vellinum. Því þurfti að þrífa glussann upp áður en öðrum flugvélum var leyft að lenda.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að það hafi tekið skamman tíma að þrífa glussann upp. Flugstjórum var leyft að lenda vélum sínum aftur um klukkan tvö, eftir að þrifum lauk.

Miðað við Flightradar24 var minnst átta flugvélum flogið í hringi yfir Reykjanesi á meðan þrifin stóðu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×