Innlent

Hvassviðri og úrkoma

Baldur Guðmundsson skrifar
Íbúar á vestanverðu landinu hafa enn ekki komist að því hvað þeir gerðu til að reita veðurguðina til reiði í sumar.
Íbúar á vestanverðu landinu hafa enn ekki komist að því hvað þeir gerðu til að reita veðurguðina til reiði í sumar. Vísir/GVA
Snjókoma, slydda, hvassviðri og almennt leiðindaveður eru í kortunum fyrir vikuna. Á miðvikudag gengur veðrið í norðan 15 til 23 metra á sekúndu, hvassast austast. Gera má ráð fyrir að úrkoman sem fylgir veðrinu falli í formi slyddu eða snjókomu til fjalla. Seinnipart miðvikudagsins kólnar og það getur snjóað neðar.

Gul stormviðvörun er í gildi fyrir allt landið á miðvikudag og fimmtudag. Vetraraðstæður geta skapast á vegum með tilheyrandi samgöngu­truflunum. Veðurstofa hvetur bændur til að huga að skjóli fyrir búfénað.

Á sunnanverðu landinu verða ekki sömu lætin, þar sem engri úrkomu er spáð. „En þar geta snarpir vindstrengir verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og lausamunir geta fokið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×