Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2018 22:42 Leikmenn Hugins fyrir leikinn gegn Aftureldingu fyrr í vísir/aðsend Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.Eins og Vísir greindi frá í dag dæmdi áfrýjunardómstóll KSÍ að leikurinn yrði spilaður aftur eftir að mistök urðu á við gerð skýrslu úr leiknum. Huginsmenn eru ekki alls kosta sáttir með það en yfirlýsingu þeirra má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Hugins: 16. september 2018 Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ Í dag bárust knattspyrnudeild Hugins þær fréttir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafi úrskurðað að leikur Hugins og Völsungs sem leikinn var 17. ágúst 2018 sé dæmdur ógildur og að hann skuli endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Knattspyrnudeild Hugins mótmælir eindregið þessari niðurstöðu og krefst þess að stjórn KSÍ komi saman og taki málið til efnislegrar meðferðar enda niðurstaðan af þeirri stærðargráðu og engin fordæmi fyrir slíkum úrskurði í sögu íslenskrar knattspyrnu svo vitað sé til. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er hvorki verið að taka tillit til áhrifanna sem umrædd leikskýrsla hafði á næstu leiki mótsins né framvinduna á úrslit deildarinnar bæði á toppi og botni. Í umræddum leik fengu þrír leikmenn Hugins og fimm leikmenn Völsungs gul spjöld. Á þessum tímapunkti barðist Huginn fyrir tilverurétti sinni í delidinni. Áhrif þeirra spjalda sem Huginn fékk í umræddum leik urðu til þess að tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Rúnar Freyr Þórhallsson og Blazo Lalevic, fengu gul spjöld og þar af leiðandi leikbönn eftir fund aganefndar vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið tóku þeir út á móti Aftureldingu, þann 25. ágúst, í leik sem skipti miklu máli í baráttunni sem liðið var í. Bjarki Baldvinsson, leikmaður Völsungs, fékk sömuleiðis spjald sem olli því að hann var í leikbanni gegn Gróttu sama dag. Úrslit þessarra leikja höfðu stórtæk áhrif á stöðu deildarinnar og léku liðin án sinna lykilmanna. Skýrsla KSÍ í umræddum leik hafði því áhrif á fleiri leiki sem taka þarf tillit til. Í leik Hugins gegn Aftureldingu þar sem, eins og áður var tekið fram, liðið lék án tveggja lykilmanna, fékk Ingólfur Árnason rautt spjald og þar með leikbann í leik liðsins gegn Víði. Hversu langt á seilast í þessu máli til að fullnægja réttlætinu? Við niðurröðun leikja í 2. deild er miðað við að tvær síðustu umferðir mótsins skulu leiknar á sama tíma þegar úrslit leikja geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu og neðstu sætum deildarinnar. Með því að endurspila leikinn í miðri viku fyrir lokaumferðina hefur það augljós áhrif á toppbaráttu deildarinnar þar sem að Huginn á leik við Gróttu einungis þremur dögum síðar og t.a.m. á Vestri leik við úthvílda leikmenn Kára. Eins og fram kemur í lokaúrskurði áfrýjunardómstóls skal allur ferðakostnaður Völsungs greiddur af fullu af KSÍ. Hvergi er þar að finna staf um það hver skal greiða fyrir þann kostnað sem fylgir því að kalla til þá leikmenn Hugins sem búsettir eru annars staðar en á Seyðisfirði vegna skóla og atvinnu. Ekki má heldur gleyma því að með því að leika í miðri viku þarf að taka tillit til vinnutaps og kostnaðar sem af því hlýst. Þá kemur KSÍ ekki til móts við Huginn í þeim kostnaði sem fylgir undirbúningi og framkvæmd við það að gera leikvöll tilbúinn til leiks. Það fellur allt að einu í þessu máli að úrskurðurinn dregur taum annars aðilans, þ.e. Völsungs. Í umræddum leik, skv. niðurstöðu dómstólsins, fer dómarinn út fyrir valdsvið sitt með því að reka leikmann ranglega af velli. Valdsvið dómarans í leikjum Íslandsmótsins eru Knattspyrnulög KSÍ og í þessu tilviki stígur dómarinn vissulega út fyrir það svið. Ef hægt er að sýna fram á að dómari fer á mis við knattspyrnulögin með röngum ákvörðunum má þá túlka þessa niðurstöðu sem svo að hægt sé að kæra framkvæmd leiksins og hann þá endurleikinn? Með þessu er gefið vafasamt fordæmi sem ekki sér fyrir endann á. Að framansögðu hafnar Knattspyrnudeild Hugins niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Hugins Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Brynjar Skúlaskon þjálfari Hugins Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.Eins og Vísir greindi frá í dag dæmdi áfrýjunardómstóll KSÍ að leikurinn yrði spilaður aftur eftir að mistök urðu á við gerð skýrslu úr leiknum. Huginsmenn eru ekki alls kosta sáttir með það en yfirlýsingu þeirra má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Hugins: 16. september 2018 Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ Í dag bárust knattspyrnudeild Hugins þær fréttir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafi úrskurðað að leikur Hugins og Völsungs sem leikinn var 17. ágúst 2018 sé dæmdur ógildur og að hann skuli endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Knattspyrnudeild Hugins mótmælir eindregið þessari niðurstöðu og krefst þess að stjórn KSÍ komi saman og taki málið til efnislegrar meðferðar enda niðurstaðan af þeirri stærðargráðu og engin fordæmi fyrir slíkum úrskurði í sögu íslenskrar knattspyrnu svo vitað sé til. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er hvorki verið að taka tillit til áhrifanna sem umrædd leikskýrsla hafði á næstu leiki mótsins né framvinduna á úrslit deildarinnar bæði á toppi og botni. Í umræddum leik fengu þrír leikmenn Hugins og fimm leikmenn Völsungs gul spjöld. Á þessum tímapunkti barðist Huginn fyrir tilverurétti sinni í delidinni. Áhrif þeirra spjalda sem Huginn fékk í umræddum leik urðu til þess að tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Rúnar Freyr Þórhallsson og Blazo Lalevic, fengu gul spjöld og þar af leiðandi leikbönn eftir fund aganefndar vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið tóku þeir út á móti Aftureldingu, þann 25. ágúst, í leik sem skipti miklu máli í baráttunni sem liðið var í. Bjarki Baldvinsson, leikmaður Völsungs, fékk sömuleiðis spjald sem olli því að hann var í leikbanni gegn Gróttu sama dag. Úrslit þessarra leikja höfðu stórtæk áhrif á stöðu deildarinnar og léku liðin án sinna lykilmanna. Skýrsla KSÍ í umræddum leik hafði því áhrif á fleiri leiki sem taka þarf tillit til. Í leik Hugins gegn Aftureldingu þar sem, eins og áður var tekið fram, liðið lék án tveggja lykilmanna, fékk Ingólfur Árnason rautt spjald og þar með leikbann í leik liðsins gegn Víði. Hversu langt á seilast í þessu máli til að fullnægja réttlætinu? Við niðurröðun leikja í 2. deild er miðað við að tvær síðustu umferðir mótsins skulu leiknar á sama tíma þegar úrslit leikja geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu og neðstu sætum deildarinnar. Með því að endurspila leikinn í miðri viku fyrir lokaumferðina hefur það augljós áhrif á toppbaráttu deildarinnar þar sem að Huginn á leik við Gróttu einungis þremur dögum síðar og t.a.m. á Vestri leik við úthvílda leikmenn Kára. Eins og fram kemur í lokaúrskurði áfrýjunardómstóls skal allur ferðakostnaður Völsungs greiddur af fullu af KSÍ. Hvergi er þar að finna staf um það hver skal greiða fyrir þann kostnað sem fylgir því að kalla til þá leikmenn Hugins sem búsettir eru annars staðar en á Seyðisfirði vegna skóla og atvinnu. Ekki má heldur gleyma því að með því að leika í miðri viku þarf að taka tillit til vinnutaps og kostnaðar sem af því hlýst. Þá kemur KSÍ ekki til móts við Huginn í þeim kostnaði sem fylgir undirbúningi og framkvæmd við það að gera leikvöll tilbúinn til leiks. Það fellur allt að einu í þessu máli að úrskurðurinn dregur taum annars aðilans, þ.e. Völsungs. Í umræddum leik, skv. niðurstöðu dómstólsins, fer dómarinn út fyrir valdsvið sitt með því að reka leikmann ranglega af velli. Valdsvið dómarans í leikjum Íslandsmótsins eru Knattspyrnulög KSÍ og í þessu tilviki stígur dómarinn vissulega út fyrir það svið. Ef hægt er að sýna fram á að dómari fer á mis við knattspyrnulögin með röngum ákvörðunum má þá túlka þessa niðurstöðu sem svo að hægt sé að kæra framkvæmd leiksins og hann þá endurleikinn? Með þessu er gefið vafasamt fordæmi sem ekki sér fyrir endann á. Að framansögðu hafnar Knattspyrnudeild Hugins niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Hugins Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Brynjar Skúlaskon þjálfari Hugins
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13