Mæla með að koma búfénaði í skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 14:35 Björgunarsveitarmaðurinn Ómar Mohamed H. Zarioh bjargar kind úr skafli við Helluvað og Laxárbakka í Mývatnssveit Vísir/Böddi Gul viðvörun er í gildi fyrir landið allt á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Verst verður veðrið, gangi spár eftir, á föstudag þegar útlit er fyrir hvassa norðvestanátt eins og segir í spá Veðurstofu Íslands. Er talið hyggilegt að huga að skjóli fyrir búfénað. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að ákefðin sem vænta má í úrkomunni á föstudaginn muni á einhverjum tímapunkti slaga í úrkomuna árið 2012. Það ár fennti fé víða í kaf. Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september 2012 með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Teitur minnir þó á að veðurspáin geti breyst. „Það sem er rétt að taka frá þessu er að það er norðan áhlaup í vændum og menn verða að vera undir það búnir.“ Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir landið allt á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Verst verður veðrið, gangi spár eftir, á föstudag þegar útlit er fyrir hvassa norðvestanátt eins og segir í spá Veðurstofu Íslands. Er talið hyggilegt að huga að skjóli fyrir búfénað. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að ákefðin sem vænta má í úrkomunni á föstudaginn muni á einhverjum tímapunkti slaga í úrkomuna árið 2012. Það ár fennti fé víða í kaf. Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september 2012 með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Teitur minnir þó á að veðurspáin geti breyst. „Það sem er rétt að taka frá þessu er að það er norðan áhlaup í vændum og menn verða að vera undir það búnir.“
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent