Sport

Uber-bílstjóri kærir NFL-leikstjórnanda fyrir kynferðislega áreitni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Winston í leik með Bucs.
Winston í leik með Bucs. vísir/getty
Jameis Winston, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni, gæti verið í vondum málum.

Uber-bílstjóri í Arizona hefur nefnilega kært Winston fyrir kynferðislega áreitni er hún var að keyra leikstjórnandann. Þau stoppuðu í bílalúgu á mexíkóskum veitingastað og þá á Winston að hafa rennt hendinni í klof bílstjórans.

Málið er ekki nýtt af nálinni en atvikið átti sér stað árið 2016. Þetta mál er ástæðan fyrir því að hann er ekki að spila í upphafi tímabilsins. Hann fékk þriggja leikja bann fyrir áreitnina. Einn leikur er eftir af því banni.

Winston hafði beðið konuna afsökunar á hegðun sinni og hélt að málið væri búið. Lögfræðingur bílstjórans segir hegðun Winston eftir málið ekki hafa verið nógu góða. Hann hefði því líklega gott af því að greiða almennilega sekt vegna málsins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×