Duga loforð Kim til? Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 11:30 Monn Jae-in og Kim Jong-un. Vísir/AP Moon Jae-in og Kim Jong-un, leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu samþykktu fjölda aðgerða sem snúa að bættum samskiptum ríkjanna á fundi þeirra í gær. Meðal annars samþykkti Kim að loka helsta kjarnakljúfi Norður-Kóreu en þá einungis ef Bandaríkin láti af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum í garð einræðisríkisins. Þá ætlar Kim að heimsækja Suður-Kóreu og ríkin munu í sameiningu sækjast eftir því að halda ólympíuleikana 2032. Þá hét Kim því að veita alþjóðlegum eftirlitsaðilum aðgang að niðurrifi eldflaugapalla.Sjá einnig: Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðumViðræðum Moon og Kim var ætlað að bæta samskipti og samstarf ríkjanna og sömuleiðis ryðja leiðina fyrir öðrum fundi Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við eru ekki vissir um að loforð Norður-Kóreu séu nægjanleg til að Bandaríkin séu tilbúin í annan leiðtogafund en Trump sjálfur fagnaði fréttunum í nótt á Twitter.Kim Jong Un has agreed to allow Nuclear inspections, subject to final negotiations, and to permanently dismantle a test site and launch pad in the presence of international experts. In the meantime there will be no Rocket or Nuclear testing. Hero remains to continue being........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018....returned home to the United States. Also, North and South Korea will file a joint bid to host the 2032 Olympics. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018 Kim framfylgdi í raun ekki mörgum af þeim skilyrðum sem Bandaríkin hafa kallað eftir. Það er að veita upplýsingar um á hve mörgum stöðum og hvar kjarnorkuvopn eru framleidd. Ekki var sett fram tímalína um afvopnun Norður-Kóreu og ekki var samþykkt að hleypa eftirlitsaðilum inn í Norður-Kóreu að öðru leyti en að fylgjast með áðurnefndu niðurrifi.Þar að auki hefur Norður-Kórea ekki gefið upp hve mörg kjarnorkuvopn þeir eiga í raun og veru. Bandaríkin hafa farið fram á að Norður-Kórea taki markviss skref í átt að því að losa sig við kjarnorkuvopn sín, áður en létt verður á refsiaðgerðum og þvingunum. Norður-Kórea hefur hins vegar farið fram á að létt verði á refsiaðgerðum og þvingunum, áður en þeir taka markviss skref í átt að því að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Þingmaðurinn Lindsey Graham, var ekki ánægður með fund Moon og Kim í gær. Hann gaf í skyn að Kim væri að spila með Suður-Kóreu og eini tilgangur fundarins hefði verið að losna við refsiaðgerðir. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin gaf nýverið út skýrslu þar sem fram kom að Norður-Kórea hefði ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni, eins og ríkisstjórn Kim hefur haldið fram.I’m concerned South Korea’s visit is going to undermine efforts by @SecPompeo and Ambassador @nikkihaley to impose maximum pressure on the North Korean regime. While North Korea has stopped testing missiles and nuclear devices, they have NOT moved toward denuclearization. https://t.co/VRnr6tn8dg — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 18, 2018South Korea should not be played by Kim Jong Un. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 18, 2018 Bandaríkin hafa sakað Rússa og Kínverja um að grafa undan refsiaðgerðunum og jafnvel um að hjálpa Norður-Kóreu að komast fram hjá þeim. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur á undanförnum mánuðum varið miklu púðri í að fá þjóðir heimsins til að halda þrýstingi á Norður-Kóreu og þvinga þá til að hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Á móti kemur að Kim virðist sjálfur vera í eigin herferð til að sannfæra þjóðir heimsins um að losa Norður-Kóreu við refsiaðgerðir áður en hann tekur skref til afkjarnorkuvopnavæðingar. Það er þó loforð sem Norður-Kórea hefur gefið margsinnis áður, án þess að standa við það.Ekkert nýtt Bandaríkin hafa tvisvar sinnum gert umfangsmikla samninga við Norður-Kóreu um að einræðisríkið hætti við að reyna að koma upp kjarnorkuvopnum í staðinn fyrir efnahagslega aðstoð. Árið 1994 þegar ríkissjtórn Norður-Kóreu ætlaði að draga ríkið úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) var slíkur samningur gerður. Sömuleiðis var skrifað undir samning árið 2005. Þá hétu yfirvöld Norður-Kóreu því að stöðva kjarnavopnaáætlun ríkisins og skrifa aftur undir NPT. Burtséð frá þessum samningum hafa fjölmörg ríki heims komið að viðræðum við Norður-Kóreu sem staðið hafa yfir allt frá níunda áratug síðustu um að einræðisríkið komi ekki upp kjarnorkuvopnum. Á þeim tíma hefur Norður-Kórea margsinnis heitið því að stöðva áætlunina en ekki staðið við það. Melissa Hanham, sérfræðingur hjá hugveitunni Middlebury Institute of International Studies, sagði Washington Post að loforð Kim frá fundi hans og Moon myndu ekki endilega leiða til stöðvunar kjarnavopnaáætlunar einræðisríkisins. Þeir ættu fleiri framleiðslu- og tilraunastaði og þar að auki hefði Norður-Kórea tekið sambærileg skref áður og auðvelt hefði verið að endurbyggja það sem tapaðist. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Leiðtogar ríkjanna á Kóreuskaga hittust í Pjongjang í gær. Munu einnig funda í dag og á morgun. Lítill raunverulegur árangur í kjarnorkumálum náðst eftir undanfarna fundi. 19. september 2018 06:45 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum. 18. september 2018 08:21 Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. 15. september 2018 10:04 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Moon Jae-in og Kim Jong-un, leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu samþykktu fjölda aðgerða sem snúa að bættum samskiptum ríkjanna á fundi þeirra í gær. Meðal annars samþykkti Kim að loka helsta kjarnakljúfi Norður-Kóreu en þá einungis ef Bandaríkin láti af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum í garð einræðisríkisins. Þá ætlar Kim að heimsækja Suður-Kóreu og ríkin munu í sameiningu sækjast eftir því að halda ólympíuleikana 2032. Þá hét Kim því að veita alþjóðlegum eftirlitsaðilum aðgang að niðurrifi eldflaugapalla.Sjá einnig: Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðumViðræðum Moon og Kim var ætlað að bæta samskipti og samstarf ríkjanna og sömuleiðis ryðja leiðina fyrir öðrum fundi Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við eru ekki vissir um að loforð Norður-Kóreu séu nægjanleg til að Bandaríkin séu tilbúin í annan leiðtogafund en Trump sjálfur fagnaði fréttunum í nótt á Twitter.Kim Jong Un has agreed to allow Nuclear inspections, subject to final negotiations, and to permanently dismantle a test site and launch pad in the presence of international experts. In the meantime there will be no Rocket or Nuclear testing. Hero remains to continue being........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018....returned home to the United States. Also, North and South Korea will file a joint bid to host the 2032 Olympics. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2018 Kim framfylgdi í raun ekki mörgum af þeim skilyrðum sem Bandaríkin hafa kallað eftir. Það er að veita upplýsingar um á hve mörgum stöðum og hvar kjarnorkuvopn eru framleidd. Ekki var sett fram tímalína um afvopnun Norður-Kóreu og ekki var samþykkt að hleypa eftirlitsaðilum inn í Norður-Kóreu að öðru leyti en að fylgjast með áðurnefndu niðurrifi.Þar að auki hefur Norður-Kórea ekki gefið upp hve mörg kjarnorkuvopn þeir eiga í raun og veru. Bandaríkin hafa farið fram á að Norður-Kórea taki markviss skref í átt að því að losa sig við kjarnorkuvopn sín, áður en létt verður á refsiaðgerðum og þvingunum. Norður-Kórea hefur hins vegar farið fram á að létt verði á refsiaðgerðum og þvingunum, áður en þeir taka markviss skref í átt að því að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Þingmaðurinn Lindsey Graham, var ekki ánægður með fund Moon og Kim í gær. Hann gaf í skyn að Kim væri að spila með Suður-Kóreu og eini tilgangur fundarins hefði verið að losna við refsiaðgerðir. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin gaf nýverið út skýrslu þar sem fram kom að Norður-Kórea hefði ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni, eins og ríkisstjórn Kim hefur haldið fram.I’m concerned South Korea’s visit is going to undermine efforts by @SecPompeo and Ambassador @nikkihaley to impose maximum pressure on the North Korean regime. While North Korea has stopped testing missiles and nuclear devices, they have NOT moved toward denuclearization. https://t.co/VRnr6tn8dg — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 18, 2018South Korea should not be played by Kim Jong Un. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 18, 2018 Bandaríkin hafa sakað Rússa og Kínverja um að grafa undan refsiaðgerðunum og jafnvel um að hjálpa Norður-Kóreu að komast fram hjá þeim. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur á undanförnum mánuðum varið miklu púðri í að fá þjóðir heimsins til að halda þrýstingi á Norður-Kóreu og þvinga þá til að hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Á móti kemur að Kim virðist sjálfur vera í eigin herferð til að sannfæra þjóðir heimsins um að losa Norður-Kóreu við refsiaðgerðir áður en hann tekur skref til afkjarnorkuvopnavæðingar. Það er þó loforð sem Norður-Kórea hefur gefið margsinnis áður, án þess að standa við það.Ekkert nýtt Bandaríkin hafa tvisvar sinnum gert umfangsmikla samninga við Norður-Kóreu um að einræðisríkið hætti við að reyna að koma upp kjarnorkuvopnum í staðinn fyrir efnahagslega aðstoð. Árið 1994 þegar ríkissjtórn Norður-Kóreu ætlaði að draga ríkið úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) var slíkur samningur gerður. Sömuleiðis var skrifað undir samning árið 2005. Þá hétu yfirvöld Norður-Kóreu því að stöðva kjarnavopnaáætlun ríkisins og skrifa aftur undir NPT. Burtséð frá þessum samningum hafa fjölmörg ríki heims komið að viðræðum við Norður-Kóreu sem staðið hafa yfir allt frá níunda áratug síðustu um að einræðisríkið komi ekki upp kjarnorkuvopnum. Á þeim tíma hefur Norður-Kórea margsinnis heitið því að stöðva áætlunina en ekki staðið við það. Melissa Hanham, sérfræðingur hjá hugveitunni Middlebury Institute of International Studies, sagði Washington Post að loforð Kim frá fundi hans og Moon myndu ekki endilega leiða til stöðvunar kjarnavopnaáætlunar einræðisríkisins. Þeir ættu fleiri framleiðslu- og tilraunastaði og þar að auki hefði Norður-Kórea tekið sambærileg skref áður og auðvelt hefði verið að endurbyggja það sem tapaðist.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Leiðtogar ríkjanna á Kóreuskaga hittust í Pjongjang í gær. Munu einnig funda í dag og á morgun. Lítill raunverulegur árangur í kjarnorkumálum náðst eftir undanfarna fundi. 19. september 2018 06:45 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum. 18. september 2018 08:21 Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. 15. september 2018 10:04 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Leiðtogar ríkjanna á Kóreuskaga hittust í Pjongjang í gær. Munu einnig funda í dag og á morgun. Lítill raunverulegur árangur í kjarnorkumálum náðst eftir undanfarna fundi. 19. september 2018 06:45
Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55
Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum. 18. september 2018 08:21
Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. 15. september 2018 10:04
Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00