Fangelsisvist vegna svindls í keppnisflugi bréfdúfna Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 21:25 Bréfdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald. Svo eru þær líka mjög ratvísar. Vísir/EPA Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist. Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist.
Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira